Nú hafa allir skólanir móttekið endurskinsvesti

Post date: May 27, 2013 8:13:50 AM

Á föstudaginn var þann 24.05.2013 fóru Kyndill í síðasta skólann hér í bæ að afhenda endurskinsvesti.

Við notuðum þetta tækifæri og ræddum við börnin um það sem við gerum í björgunarsveitinni og vægast sagt þá var mikill áhugi hjá börnunum og fengum við margar skemmtilegar spurningar. Einnig ræddum við um númerið hjá Neyðarlínunni "112" og það var alveg greinilegt að börnin voru öll með það á hreinu í hvaða tilfellum maður hringir í 112.

Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu, gefur þessi vesti til að nota í vettvangsferðum. Um 4500 börn eru í árganginum á landinu öllu. Þema þessa verkefnisins er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim og á það ekki síst við um þau sem eru að hefja skólagöngu sína.

Frá Krikaskóla

Frá Lágafellsskóla

Frá Varnárskóla