Einn af þessum dögum - Tvö útköll og æfingar sama daginn

Post date: Mar 23, 2014 10:51:25 AM

Laugardagurinn 22.mars 2014 byrjaði rólega hjá okkur og þeir félagar sem höfðu áætlað æfingaferðir þennan daginn sáu fram á flottan dag. Sólin skein, hiti við frostmark, hægur andvari og fátt sem bennti til þess að veðrið myndi vera okkur til ama í dag.

Þennan dag þurftum við að nota 10 af 12 björgunartækjum sveitarinnar plús sleðakerrur og sérstakan vagn aftan í vélsleða til að flytja sjúklinga. Þessi dagur átti eftir að verða fjölbreyttur með ýmsum uppákomum.

Félagar úr fjallabjörgunarhópnum fóru í æfingarferð í Esjuna og áætlað var að ganga upp á topp og taka nettar æfingar á leiðinni og fara yfir það hvernig maður athafnar sig í fjalllendi að vetri til. En það er að mörgu að huga og eins og staðan er í Esjunni í dag þá er þar talsverð snjóflóðahætta og því þarf að vera sérstaklega vel búinn og fjallgöngur á Esjuna eru ekki æskilegar fyrir óvant fólk á þessum árstíma. Allt gekk vel hjá okkar mönnum og komust þeir á toppinn án vandræða.

Félagar í vélsleðaflokknum voru einnig á ferð á þessum slóðum og keyrðu um Esjuna, Skálafell og nærliggjandi fjöll. Uppi á Esjunni mættu þeir félagar göngugörpum sem áttu eftir að koma við sögu síðar um daginn.

Um það leiti sem vélseðamennirnir voru að skrifa í gestabókina uppi á Þverfellshorni á Esjunni kom útkall, F1-Gulur-Neyðarstig óskað eftir vélsleðum frá Kyndli. Um var að ræða slasaðan vélseðamann sem hafði farið fram af hengju inni við Skjaldbreið. Okkar menn sneru við brunuðu niður að bíl og fóru áleiðis austur á Þingvöll. Þar slógust þeir í för með tveimur öðrum vélsleðamönnum frá Kyndli sem höfðu svarað kallinu. Ásamt Kyndli voru björgunarsveitir af Suðurlandi boðaðar út ásamt sérhæfðum fjallabjörgunarmönnum frá höfuðborgarsvæðinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar (LHG) var einnig send á vettvang. Okkar menn voru með fyrstu mönnum á staðinn og í þann mund er þeir komu á svæðið þá hafði þyrla LHG fundið hinn slasaða og komið honum um borð í þyrluna. Núna var ekkert annað að gera en að aka sleðunum til baka þar sem bílanir og kerrurnar voru og halda heim í bækistöð og ganga frá, góðu dagsverki var lokið, eða svo héldu menn.

Fjórhjólahópur Kyndils fór í æfingarferð um morguninn þar sem ekið var upp að Hafravatni, þaðan inn í Þormóðsdal og svo inn á Mosfellsheiði. Dagurinn var frábær, gott færi, nægur snjór og veðrið eins og best verður á kosið. Smávægileg bilun gerði vart við sig í buggy bíl sem meðlimur sveitarinnar á og notar í útköllum og æfingum og þurfti því að sækja buggy bílinn upp í Skálafell. Sá sem var í bækistöð til að fylgjast með og aðstoða vélsleðamennina sem núna voru í útkalli á leið að sækja slasaðann vélsleðamann fór nú af stað að sækja buggy bílinn. Það verkefni gekk vel og rétt fyrir klukkan 15:00 var buggy bíllinn og fjórhjólahópurinn kominn í hús. Allir með bros á vör eftir flottan dag á fjöllum í okkar næsta nágreni.

En deginum var ekki lokið.

Þegar að frágangur var að hefjast eftir æfingarferðir og útkall dagsins þá píptu símanir á ný, hópurinn okkar í Esjunni var rétt kominn niður og gerði sig nú klárann í útkall. Jeppinn sem sótt hafði buggy bílinn var nú fylltur af fjallabjörgunarbúnaði og þremur björgunarmönnum. Vélsleðahópurinn dreif sig til baka og gerði sig klárann í næsta verkefni. Tveir ferðalangar voru í sjálfheldu í Esjunni og þeir voru ekki vissir hvar þeir voru staddir. Nokkrum mínútum eftir að neyðarboðin voru send var einn jeppi og eitt fjórhjól frá Kyndli farin úr húsi og byrjuð fyrstu leit út frá tilkynningu þeirra sem voru í vandræðum.

Hérna voru á ferðinni göngugarpanir sem vélsleðamannirnir okkar höfðu keyrt fram hjá nokkrum tímum áður uppi á Esjunni. Sleðamennirnir okkar ákváðu að fara að Esju rótum og aka aftur upp á fjallið og leita þar á sleðunum. Jeppinn og fjórhjólið voru kominn fyrst inn í Grafardal en í tilkynningunni frá ferðalöngunum kom fram að þeir væru með kort og töldu sig vera þar. Fjallagarpanir voru einnig komnir í Esjuna á nýjan leik og nú hófst leit að þessum tveimur aðilum. Snjóflóðahætta var á svæðinu og því þurftu allir að vera útbúnir með sjnóflóðaýli, stöng og skóflu.

Eftir um hálftíma leit komu nýjar upplýsingar sem benntu til þess að mennirnir væru staddir talsvert vestar í Esjunni og því var haldið inn að bílastæðinu við gönguleiðina upp á Esju. Fjórhjólið okkar hélt upp á fjallið og upp í svokallað Gunnlaugsskarð, okkur þótti líklegt að þeir sem var verið að leita að væru þar. Er björgunarfólkið í jeppanum var stadd við iðnaðarhverfið á Esjumelum var ákveðið að stoppa og líta upp í fjallið með sjónaukum. Þar séust tveir einstaklingar og var það tilkynnt til aðgerðastjórnar. Sá sem fór á fjórhjólinu taldi sig líka sjá tvo einstaklinga fyrir ofan sig en erfitt var að greina þá með berum augum því þeir voru svartklæddir og féllu því vel inn í landslagið í kringum grjót og urð í fjallinu.

Allt gekk þetta vel að lokum og þyrlan sem hafði fyrr um daginn flutt slasaða vélsleðamanninn á sjúkrahús var nú aftur komin í loftið til að aðstoða við leitina að ferðalöngunum á Esjunni. Þyrlan fann svo mennina ofarlega í Gunnlaugsskarði í Esjunni og náði í mennina á nákvæmlega á þeim stað þar sem okkar maður á fjórhjólinnu hafði talið sig sjá þá.

Að loknum svona degi þá erum við brosandi allan hringinn öll verkefni leystust farsællega og þeir sem lenntu í háska um daginn hlutu ekki alvarlega áverka eða meiðsl.

Núna er búið að ganga frá öllum búnaði, þrífa og fylla tækin af eldsneyti, hlaða talstöðvar, hlaða björgunarfólkið allir eru klárir þegar að síminn pípir næst