Stórslysalaus hálendisgæsla

Post date: Aug 9, 2011 12:03:38 PM

Dagana 29. júlí - 5. ágúst 2011 var björgunarsveitin Kyndill með gæslu á Fjallabaki. Þetta er hluti af verkefni Landsbjargar undir heitinu Hálendisvakt björgunarsveitanna þar sem markmiðið er að efla slysavarnir á hálendinu.

Meðal verkefna sem komu upp voru að aðstoða erlenda ferðamenn yfir ár, að vísa fólki til vegar, gera við sprungin dekk, vera tengiliðir við bílaleigur og ferðamenn og búa um smásár. Einnig var fylgst vel með vöðum og gistiskálar á svæðinu heimsóttir.

Tvö ný fjórhjól að gerðinni Polaris 850 Sportsman voru mikið notuð og reyndust þau mjög vel.

Sjö manns voru á vaktinni þegar mest var og gekk allt vel fyrir sig.

Kyndill þakkar eftirtöldum styrktaraðilum vegna þessa verkefnis:

Mosfellsbakarí

Matfugl

Vífilfell

Fiskikónginum

SS

Sælgætisgerðin Víkingur

Nonni Litli