Post date: Feb 26, 2012 8:24:27 PM
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í dag, 26. febrúar vegna konu sem slasaðist á göngu sinni í Esjunni. Konan var að ganga á gömlu gönguleiðinni á Kerhólakambi fyrir ofan Esjuberg þegar hún féll og tognaði illa á fæti.
Björgunarsveitarmenn frá Kyndli voru fyrstir á svæðið og komu henni fyrir í börur, gengið var svo með hana niður með aðstoð annara björgunarsveitarmanna. Þaðan fór hún svo á bráðamóttöku í frekari skoðun.
Alls tóku um 15 - 20 björgunarsveitarmenn í aðgerðinni sem gekk vel fyrir sig.