Þrettándagleðin verður haldin á sunnudag kl. 18

Post date: Jan 6, 2011 12:38:36 PM

Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að þrettándagleðin verður haldin sunnudaginn 9. janúar kl. 18. Þrettándabrennunni, sem átti að vera í kvöld, hefur því verið frestað til sunnudags vegna veðurs, ekki til mánudags eins og áður hafði verið tilkynnt.

Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 18 undir stjórn Skátafélagsins Mosverja. Kveikt verður í brennunni þegar blysförin er komin að brennustæðinu.

Álfakóngur og álfadrottning mæta á svæðið að vanda og einnig Grýla, Leppalúði og þeirra hyski.Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur á álfabrennunni og fjöldasöngur verður undir stjórn Karlakórsins Stefnis.

Björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu.

Minnt er á að næg bílastæði eru við Þverholt, þaðan sem blysförin leggur af stað