17. Mars 2008 - Samæfing sleðaflokka

Post date: Dec 9, 2008 12:20:14 AM

Sleðaflokkur Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ stóð fyrir samæfingu sleðaflokka á svæðum 1 og 3 laugadaginn 15. mars við Skriðutinda við Skjaldbreið. Mikill fjöldi björgunarmanna tóku þátt í mjög krefjandi verkefnum við skemmtilegar aðstæður. Fjöldi vélsleða var á svæðinu ásamt snjóbílum og sérbúnum jeppum. Meðal annars var æfð björgun á stöðum þar sem hvorki fjallajeppar né snjóbílar komust að með góðu móti.

Nokkuð reyndi á fjarskipti og var meðal annars settur upp færanlegur endurvarpi. Þátttakendur í æfingunni komust að því hversu miklu máli góð fjarskipti skipta við svona aðstæður. Notast var við VHF og Tetra fjarskipti. Landslagið á þessum slóðum er mjög skorið og þar nýttist VHF vel til að koma skilaboðum á milli hópa. Tetra var notað í samskipti við