Hvanngilsferð Sleðahóps

Post date: Jan 20, 2009 9:35:25 PM

Sleðahópur Kyndils fór í sína fyrstu æfingaferð vetrarins um helgina. Lagt var aft stað um kl 18:00 frá Kyndilshúsi

og förinni heitið inní Hvanngil í skála FÍ. Við komum um kl: 24:00 eftir að hafa keyrt í slæmu veðri á jöklinum.

Á laugardeginum fórum við að athuga með skálanna inn í Álftavatni og ætluðum að fara í Dalakofann en snerum við

fljótlega eftir að við höfðum farið í gegnum Álftaskarð vegna þess að snjóalög fóru minnkandi. Við skruppum inni í

Strútsskála og hittum þar góðan hóp manna. Eftir gott spjall þá var förinni heitið inní Glaðheima og enn við snerum við

innst inní Muggudölunum vegna mikla snjóblindu og snjómuggu. Á sunndudeginum var ákveðið að skella sér

upp á Eyjafjalljökull á heimleiðinni enda sól og blíða á jöklinum og mikið púður.

Hér má sjá myndir.