Gleðilegt nýtt ár

Post date: Jan 2, 2009 3:06:14 PM

Um leið og Kyndill óskar öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs þá viljum við koma á framfæri þakklæti fyrir sýndan stuðning í flugeldasölunni. Flugeldasalan er lang mikilvægasta tekjulind björgunarsveitanna og í raun forsenda þess að hægt sé að sinna þeirri samfélagsþjónustu sem eru á hendi björgunarsveitanna. Það er okkur mikil hvatning að sjá velvilja Mosfellinga í okkar garð og munum við leggja okkur öll fram á nýju ári að halda áfram á sömu braut.