Svona til vafasams gamans, kemur hér ýmislegt til upprifjunar, það sem "Þeir" sögðu um Nýju göngin (og) í byrjun apríl til maí loka, í umræðunni á gamla umræðuvettvangi Siglufjarðarvefjar.
» Nýju göngin
Skattgreiðandinn sendi inn þann 15. apríl 2003 - 19:58
Ágætu Siglfirðingar!
Nú eru gangaframkvæmdir innan seilingar á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og þarf þá ekki að gefa nýja mannvirkinu nafn. Hvernig líst ykkur á eftirfarandi nafngiftir:
Stjánagöng
Stelpugöng
Verðbólgugöngin
» Svara
» RE: Nýju göngin
Steingrímur þann 15. apríl 2003 - 20:19
Engan skal furða þó svona blaðurskjóður vilji ekki láta nafns síns getið.
Annars eru göngin ekki komin ennþá, - og ekki skiptir máli, ef þau koma ekki samkvæmt áætlun nr ??? - hvort það verður núverandi stjórn eða næstkomandi sem svíkur loforðin! Svik eru alltaf svik, hver svo sem framkvæmir þau.
» Svara
» RE: RE: Nýju göngin
Kristján Bjarnason þann 15. apríl 2003 - 21:35
Er ekki upplagt að nefna þau Tröllaskagagöng?
við erum með Siglufjarðargöng að vestan og Ólafsfjarðargöng austan til í Tröllaskaga
Vonandi koma þau.
» Svara
» RE: Nýju göngin
Sigurður Örn Baldvinsson þann 15. apríl 2003 - 23:16
Eða Héðinsfjarðargöng. Þau snúa munnum saman í Héðinsfirði.
» Svara
» RE: RE: Nýju göngin
Þorsteinn Sveinsson þann 16. apríl 2003 - 09:31
Héðinsfjarðargöng er það ekki??
» Svara
» RE: RE: RE: Nýju göngin
Spegingurinn þann 16. apríl 2003 - 13:21
Ég held að við ættum að bíða róleg sem að skýra göngin, fyrst þarf að byrja á framkvæmdinni.
Ég var að lesa grein í Fréttablaðinu frá einum af forsprökkum Nýs afls og þar er hann enn og aftur að tala um göngin, þó að flokkurinn eigi ekki eftir að fá mikið fylgi í komandi kosningum þá er öll þessi umræða neikvæð fyrir okkur þar sem við vitum að það er andstaðan er mikil í þjóðfélaginu vegna fyrirhugaðra gangnaframkvæmda og þessi andstaða er alltaf að aukast og ég heyri þar sérstaklega á borgarbúum sem leggja leið sína í bæin að umræðan í höfuðborginni er ekki neitt óskaplega jákvæð fyrir okkur.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: Nýju göngin
Loki þann 16. apríl 2003 - 14:15
Við látum nú bara þær raddir sem vind um eyru þjóta, og vonum að fyrst að búið er að bjóða göngin út að þá verði ekki hætt við eftir kosningar.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: Nýju göngin
Sjálfstæðismaður þann 16. apríl 2003 - 14:50
Málið er einfalt góðu Siglfirðingar;
X-D = X-Jarðgöng.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: Nýju göngin
Ekki Sjálfstæðismaður þann 16. apríl 2003 - 15:10
xD er ekki ávísun á jarðgöng frekar en xS
eða hvað annað.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: Nýju göngin
Loki þann 16. apríl 2003 - 20:58
Rétt þeir eru allir eins þessir stjórnmálamenn ég held frekar að ef það er XS að þá mun Stjáni fylgja þessu máli eftir....
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: Nýju göngin
Halldór Þormar Hermannsson þann 16. apríl 2003 - 21:27
Ég sé ekki hvað Kristján Möller getur gert til að fylgja þessu máli betur eftir en þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa gert. Það er alfarið núverandi ríkisstjórn að þakka að þessi göng eru væntanleg, þó að margir vilji þakka Kristjáni Möller og hans samfylkingarfélögum.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: Nýju göng
Loki þann 16. apríl 2003 - 21:56
nei það er rétt hjá þér Halldór, Sjálfstæðismenn eru bara langsamlega bestir.......
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: Nýju
Skattgreiðandinn þann 17. apríl 2003 - 01:27
Hvaða áhrif mun það hafa á þjónustufyrirtæki á Siglufirði þegar að bæjarbúar hafa aðgang að ódýrari þjónustu/vöru á Eyjafjarðarsvæðinu (Aðgang að fyrirtækjum sem að í krafti stærðar sinnar geta alltaf boðið betur en litli maðurinn)
i) Er þá ekki einfaldlega hagkvæmara að "skreppa yfir" í Eyjafjörðinn og kaupa sér í matinn heldur en að versla á Siglufirði
ii) Eða mun það koma fram í lægra þjónustuverði á Siglufirði sem mun koma neytendum til hins betra eða verða fyrirtækjum bæjarins að falli?
iii) á hinn bóginn þá ætti hins vegar aukin umferð gegnum Siglufjörð að skapa ný sóknarfæri í atvinnumálum og þá sérstaklega ferðaiðnaði.
Hverjar verða hinar félagslegu og efnahagslegu afleiðingar fyrir Siglufjarðarsamfélagið með þessum göngum? Ætli atvinnugreinar blómstri? Fólki finnst það vafalaust fýsilegri kostur að búa á Siglufirði en áður, EN TIL AÐ SPORNA VIÐ FÓLKSFÆKKUN á SIGLUFIRÐI ÞÁ ÞARF FÓLK AÐ HAFA VINNU. á Siglufirði er fjölbreytni lítil í atvinnumálum. Í dag lifum við á 21.öldinni en ekki 19.öld. Ungt fólk sem ætlar að stofna heimili vill ekki búa á stað þar sem litla vinnu er að fá, óöryggi er mikið í atvinnumálum og litla sem enga vinnu er að fá sem er sniðið að menntun þeirra.
Ef að tilgangurinn með þessum göngum er að draga úr fólksfækkun á Siglufirði af hverju er þá þessum 7 milljörðum úr ríkissjóði ekki betur ráðstafað með því að stofna nokkur fyrirtæki svo að fólk geti fengið vinnu heldur en að "hjálpa fólki beinlínis að flýja bæinn"?
Ég held að fólksfækkun á Siglufirði sé ekki landsbyggðarstefnu stjórnvalda að kenna. Flótti fólks stafar fyrst og fremst af atvinnuástandi og sama hvað menn tauta og raula þá verða þeir að horfast í augu við það að þjóðfélag okkar er að breytast. Margt hefur breyst á síðustu 15 árum. Nýjar atvinnugreinar hafa rutt sér til rúms s.s. tækni- og lífiðnaðargeirinn en að sama skapi hafa gömlu atvinnugreinarnar átt undir högg að sækja t.a.m. landvinnsla. Þessar breytingar hafa komið mest niður landsbyggðinni (og auðvitað átti andskotans kvótakerfið sinn þátt í því)vegna þess að fyrirtækjarekstur í dag veltur mikið á þekkingu og þjónustu en hagkvæmi slíks rekstur er mestur í stórum byggðarkjarna þar sem að fjárstreymi er mikið, menntun er á mörgum stigum og neytendahópur er stór.
Að lokum vil ég óska ykkur til hamingju með tilkomandi göng og gleðilegra páska!
p.s. Steingrímur haltu í vonina, þú færð göngin. Vænisýki hjálpar ekki neitt.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: N
Loki þann 22. apríl 2003 - 13:15
Ég sé þetta fyrir mér þannig að það verður mikill möguleiki að jafnvel sækja vinnu til Akureyrar eða nágrennis þar sem að það verður jafn langt að keyra frá Hafnarfirði í vinnu í Reykjavík, og frá Siglufirði til Akureyrar og jafnvel styttra, samt get ég nú ekki borið það saman að lifa í rólegheitum á sigló og í ösinni í hafnarfirði eða á Reykjavíkursvæðinu, við fáum líka mikla tengingu við skemmtanalíf og menningarlíf sem margt fólk hefur nefnt sem eina af ástæðum fyrir því að það flytjist burt, þannig að ég held að það séu nú bæði kostir og gallar sem fylgja göngunum, málið er bara hvort þau eru ekki um 5 árum of sein?
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: Nýju
Atli þann 23. apríl 2003 - 03:34
Hvernig kemst þú að þeirri niðurstöðu að Halldór sé að segja að Sjálfstæðismenn séu bara langsamlega bestir? Ég held að þú sért ekki alveg nógu vel að þér í stjórnsýslunni hér á Íslandi, því það eru ekki stjórnarandstöðuþingmenn sem hrinda svona framkvæmdum af stað heldur er það meirihlutinn. Semsagt Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn - ekki Samfylkingin.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: N
Loki þann 23. apríl 2003 - 07:53
Bíddu, má ég tjá mig hérna án þess að þú farir á túr yfir því?????
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Anti-sus þann 23. apríl 2003 - 12:00
Innlent | fös. 14.4.2000 | Vægi 46%
SUS(Samband ungra Sjálfstæðismanna) mótmælir jarðgangaáætlun
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er framkominni jarðgangaáætlunsamgönguráðherra. Telur sambandið að ekki sé verjandi að ráðstafa milljörðum af skattfé til þeirra jarðgangaframkvæmda sem fyrirhugaðar eru samkvæmt áætluninni, enda liggi ekkert fyrir um að umræddar framkvæmdir geti með nokkru móti verið hagkvæmar fyrir þjóðarbúið.
Heimild: Morgunblaðið
Halldór og Atli, það hlýtur að vera leiðinlegt að vera í samkurli með mönnum, sem eru á móti samgöngubótum á landsbyggðinni. Eða hvað?
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Frjálslyndur þann 23. apríl 2003 - 12:20
Ef það væri einhver andstaða hjá stjórnarandstöðunni við göngin þá yrðu þau aldrei að veruleika. Þannig að þetta er jafn mikið stjórnarandstöðunni að þakka eins og stjórninni.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Atli þann 23. apríl 2003 - 12:45
Innlent | sun. 19.5.2002 | Vægi 81%
Forval vegna jarðganga
Vegagerðin auglýsir eftir helgina eftir þátttakendum í forvali vegna jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar annars vegar og SIGLUFJARÐAR og Ólafsfjarðar hins vegar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að þar með sé þessu mikla verkefni hrint af stað.
Heimild: Morgunblaðið
..Er ekki best að þetta komi fram líka, og þetta er væntanlega allt gert fyrir tilstuðlan stjórnarandstöðunnar.
» Svara
» RE: RE: Nýju göngin
Ferdinand þann 23. apríl 2003 - 16:08
En Atli og Halldór, hvað finnst ykkur um ályktun SUS, á ekkert að svara því. Nú eruð þið væntanlega í Nyrði Sjálfstæðisfélagi á Siglufirði, eru þeir ekki aðilar að SUS.
Hvað segið þið um það?
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Steingrímur þann 23. apríl 2003 - 16:12
Hvað varðar mótmæli SUS og fleiri álíka hópa, þá ætti ekki að taka þessa drengi alvarlega, það virðist vera orðið nokkuð algengt - að ungir menn mótmæli einu og öðru í dag, án þess að taka tillit til framtíðarinnar. Einn ungur maður hélt fyrir nokkrum dögum erindi á einhverju Háskóla-málþingi, og hélt þar fram þeirri skoðun sinni, að þeir sem væru orðnir fertugir væru orðnir slakir "launþegar" og um fimmtugt ætti skilyrðislaust að reka þá, því þá borgaði sig ekki að hafa þá lengur í vinnu, þeir flæktust bara fyrir, hinum ungu og "upp rennandi". Sem betur fer eru ekki margir slíkar fuglar í þjóðfélaginu, en þeir eru alltof áberandi. Hinsvegar þarf ekki aðstoð þeirra ungu til að hindra göngin, það er fullt af andstæðingum meðal þeirra eldri. Og ég vil ekki kalla það "vænisýki" eins "skattborgarinn" vil halda fram, þó maður eigi það til að efast. Ég hefi séð og fylgst með, alltof mörgum loforðum, sem svikin hafa verið þarna suður í sandkassanum við Austurvöll, til þess að ég geti ekki lofað mér að efast, enda nær sjötugur (en enn í fullu fjöri).
» Svara
» RE: Nýju göngin
Jón Óðinn Reynisson þann 23. apríl 2003 - 22:22
Það mun eflaust finnast gott nafn á göngin....Héðinsfjarðargöng þykir mér líklegast....Það var uppi rumour að Samfylkingin (Solla) væri á móti göngunum, en ég veit ekki betur en á þessum fundum sem hafa verið haldnir um landið þá voru þau meðfylgjandi þeim..... en eins og staðan er núna í kosningakönnunum eru yfirgnæfandi líkur á að þriggja flokka stjórn verði að veruleika....nema Sjálfstæðis-Samfylkingin.... frekar ólíklegt.....
Ég veit bara að það eru til aðrir kostir en að kjósa x-D.....
» Svara
» RE: RE: Nýju göngin
Jói Sovét þann 24. apríl 2003 - 14:51
Var á fundinum með Össuri og Ingibjörgu á Bíóinu, þau lýstu yfir 100% stuðningi við göngin. Þannig að ekki óttast ég þau, hef eiginlega meiri áhyggjur að Sjallarnir og Frammararnir fresti þessu enn eina ferðina. Kanski að þeir opni frekar blómaverzlun á Egilstöðum og fresti þar með göngunum.
Ég er orðinn langþreyttur á því að bíða og láta draga mig á asnaeyrunum.
Hver s vegna voru göngin ekki boðin út með göngunum fyrir austan? Var ekki nær að byrja á göngunum á Sigló ? Er ekki nóg í gangi þarna fyrir austan, þannig að það hefði mátt vinna í Kárahnjúkum þar og göngunum á norðurlandi. Þannig hefði myndast meira jafnvægi milli landshlutanna.
Ég bara spyr?
Kveðja frá Sovét.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Halldór Þormar Hermannsson þann 24. apríl 2003 - 15:15
Frjálslyndur sagði:
"Ef það væri einhver andstaða hjá stjórnarandstöðunni við göngin þá yrðu þau aldrei að veruleika. Þannig að þetta er jafn mikið stjórnarandstöðunni að þakka eins og stjórninni."
Það er nú ekki rétt hjá þér, eins og allir vita er það meirihlutinn sem ræður og tekur ákvarðanir. Ég er ekki að segja að minnihlutinn á þingi hafi allur lagst gegn þessum framkvæmdum, en í raun skiptir litlu hvaða afstöðu þeir taka í þessu máli því að það er jú meirihlutinn sem ræður og tekur ákvarðanir. Málið er bara svo einfalt að það er ríkisstjórn Davíðs Oddsonar að þakka að þessi göng eru að verða að veruleika, sama hversu stjórnarandstöðumenn eiga erfitt með að sætta sig við það. Halldór Blöndal fyrrv. samgöngumálaráðherra og núverandi forseti alþingis hefur staðið sig frábærlega í þessu máli og við eigum honum mikið að þakka í þessu máli. Ég verð að segja að samgöngumálaráðherra frá Reykjavík hefði ekki lagt sig svona mikið fram fyrir að fá einhver göng á milli þessara tveggja smábæja norður á landi. En það er einmitt vilji Ingibjargar Sólrúnar að næsti samgöngumálaráðherra verði frá Reykjavík.
Lifið heil og gleðilegt sumar.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Brottfluttur. þann 24. apríl 2003 - 19:25
Kæru Siglfirðingar, væri ekki viturlegt að hafa göngin inn í Skagafjörð og hafa gatnamót inn í göngunum inn í Ólafsfjörð, þið losnið þá við í leiðinni að fara almenningana og jarðsigið því það er alltaf á hreyfingu og getur farið einn góðan veðurdag, þá væru þið í vondum málum ég tala ekki um snjómoksturinn sem mundi sparast, ég hugsa að þið græðið miklu meira á því að hafa göngin í Skagafjörðinn og gatnamót í Ólafsfjörð heldur að hafa göngin eins og er talað um, það finnst mér og mörgum öðrum.
Ég vil svo senda ykkur kærar sumarkveðjur og hafið það sem allra best.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Frjálslyndur þann 24. apríl 2003 - 19:59
Halldór Þormar: Þú veist það jafn vel og ég að það er andstaða við framkvæmdina innan allra flokka, sérstaklega meðal þingmanna Reykjaness. Þannig að ef stjórnarandstaðan hefði haft einhverja löngun til að beita sér gegn framkvæmdinni þá væri verkefnið ekki komið jafn langt á veg komið. Þannig að stjórnarandstaðan hefði leikandi getað fellt málið hefðu þau kært sig um það.
Fyrst og fremst er þetta sigur Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og hann ber ekki að þakka neinum einum flokki heldur öllum.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Ferdinand þann 25. apríl 2003 - 13:04
Halldór og Atli kæra sig greinilega ekkert um að tjá sig um ályktun SUS, eða hvað????
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Halldór Þormar Hermannsson þann 25. apríl 2003 - 16:35
Ég veit ekki til þess að það sé okkar að tjá okkur neitt um hana, ég sat ekki í stjórn SUS fyrir 3 árum. Auk þess hefur SUS ekki ályktað gegn Héðinsfjarðargöngum sem slíkum, heldur ályktuðu þeir gegn áætlun sem þáverandi samgöngumálaráðherra lagði fram.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Guðjón Ólafsson þann 25. apríl 2003 - 18:13
Er ekki einhver hluti samgönguáætlunarinnar, sem fjallar um Héðinsfjarðargöng? Breytir það einhverju um að SUS er á móti þessari framkvæmd, sem og öðrum jarðgöngum? Er ekki svekkjandi(og í raun sorglegt) að vera félagi í kompaníi sem er á móti samgöngubótum, er tengjast heimabæ manns sjálfs? Talandi um að ganga í lið með skrattanum...
Lifið heil
p.s. Þessi þáverandi samgöngumálaráðherra er í raun og veru núverandi samgönguráðherra, eða hann Sturla prófkjörsskelfir... Bara svo staðreyndirnar séu á hreinu.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Halldór Þormar Hermannsson þann 25. apríl 2003 - 18:51
Ég þarf greinilega að endurtaka mig fyrir Guðjón. Ég veit ekki til þess að SUS hafi lagst gegn Héðinsfjarðargöngum sem slíkum heldur einhverjum hlutum þessarar áætlunar, hvort sem hún kom frá Sturlu eða Halldóri. Það er full mikil einföldum að líta þannig á að ég sé í slagtogi eða "kompaníi" með mönnum sem leggjast gegn samgöngubótum í heimabæ mínum. Ég er í Nirði, sem er í SUS, þannig að ég er í SUS, sem sendi frá sér ályktun gegn þessari áætlun. Þess má geta að það eru 34.000 flokksbundnir Sjálfstæðisflokknum, ég er jú einn af þeim, en ég veit ekki til þess að það geri mig talsmann flokksins.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Frjálslyndur þann 26. apríl 2003 - 00:16
Halldór Þormar: SUS lagðist gegn jarðgangnaáætluninni í heild sinni.
"Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er framkominni jarðgangaáætlunsamgönguráðherra. Telur sambandið að ekki sé verjandi að ráðstafa milljörðum af skattfé til þeirra jarðgangaframkvæmda sem fyrirhugaðar eru samkvæmt áætluninni"
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: R
Atli þann 26. apríl 2003 - 04:09
Ég held að þið Anti- sjálfstæðismenn ættuð aðeins að slappa af í sambandi við þessa ályktun. Stjórn SUS er ekki allur Sjálfstæðisflokkurinn. Og NEI - ég skammast mín ekki fyrir að vera skráður í Sjálfstæðisflokkinn. Við fáum þó allavega að kjósa okkur talsmann og forsætisráðherraefni.
» Svara
» Samfylkingin og göngin
Kjós"önd" þann 28. apríl 2003 - 14:13
Hvernig stendur á því að KLM hefur nú í tvígang vikið sér undan því í fjölmiðlum að verja göngin þegar á þau hefur verið ráðist?? Í útvarpsþætti (minnir RÚVAK) var hann spurður hvernig hann gæti varið þetta og....hann varði þau EKKI, fór að tala um annað og kom sér hjá því að svara í tvígang!! Síðan í gær í sjónvarpinu kom hann göngunum ekki til varnar þegar á þau var ráðist!! Þeir stóðu sig reyndar allir illa í því máli frambjóðendurnir...! En ég spyr... hefur KLM ekki stuðning Samfylkingarinnar fyrir þessum göngum??!!!
Ég held að einhver hér að framan hafi líka misskilið að á fundi með Ingibjörgu og Össuri hér á Sigló lýstu þau EKKI stuðningi við göngin heldur sagði Ingibjörg að hún gæti sennilega ekki komið í veg fyrir að þau yrðu að veruleika!!!! Er þetta stuðningur??
» Svara
» RE: Samfylkingin og göngin
Sigurður Benediktsson þann 28. apríl 2003 - 17:28
Sælir . Ég ætlaði að nefna það að sumir sem hér hafa verið að rita mál hér á vefnum og einnig sumir stjórnmálamenn ( nefni eingin nöfn sennilega í öllum flokkum ) virðast halda að málið snúist um að bora gat á tvö fjöll . En svo er alls ekki málið er mun stærra Göngin eru forsenda fyrir aukinni þróun byggðar á utanverðum Tröllaskaga má þar nefna heilbrigðistofnun sem mundu vera með samgang og sameiningu í menntamálum framhaldskólar einnig má nefna stjórnsýslu bæjarfélagsins . Þannig að þið sjáið að þið
sjáið að göngin eru aðeins byrjunin á enn stærra dæmi sem verður okkur til heilla .
Kveðja Siggi .
» Svara
» RE: RE: Samfylkingin og göngin
Strákur þann 28. apríl 2003 - 18:57
Það verður hoppandi hamingja á Sigló þegar göngin koma. Það verður allt svo mikið betra. Það verður betra veður, hærri meðalhiti og grasið verður grænna. Ó já ég gleymdi einu, þetta á bara að kosta skattborgara landisins 3-4 milljarða þ.e.a.s. 3000 til 4000 milljónir. Það væri gáfulegra fyrir ríkið að kaupa alla kofa á Sigló og hafa eina góða slökkviliðæfingu fyrir slökkviliðið á Sauðárkrók.
Ef göngin eiga að vera einhver lausn fyrir íbúa Siglufjarðar þá er eitthvað mikið að sálartetri ykkar siglfirðingar. Það búa 1200-1300 manns á Sigló. Ég get ekki séð réttlætið í því að byggja þessi göng, það er algjörlega yfir mínum skilningi. Það væri ekki nema að það myndi kosta 100.000,-kr. hver ferð í gegnum göngin þá gengur dæmið kannski upp.
Ef einhver getur réttlætt þetta þá er ég til í að hlusta.
» Svara
» RE: RE: RE: Samfylkingin og göngin
Loki þann 28. apríl 2003 - 19:17
Strákur, ég vil bara létt impra á því að Siglufjörður er fyrir löngu búinn að greiða þessa peninga til Ríkisins og vel það, þú verður að ath að þetta var stærsta verstöð landsins á Síldarárunum , ég er nú ekki góður með tölur en í mörg ár var mesti útflutningur héðan. En þetta kannski snýst ekki um peninga bara, en þú virðist sjá gríðarlega eftir þessum peningum sem á að nota á landsbyggðinni, en ég vil bara benda þér á að án landsbyggðar væri ekkert Höfuðborgarsvæði, því þaðan kemur mesti útflutningurinn í Fiski þannig að þú skalt nú aðeins hugsa þér hvernig Ísland væri án allra þessara bæja útá landi.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: Samfylkingin og göngin
Strákur þann 28. apríl 2003 - 19:59
Loki þetta er ekki spurning um að hafa aflað inn tekna fyrir 30-40 árum síðan. Þetta er spurning um að vera framsýnn. Þetta verður baggi á samfélaginu í framtíðinni en ekki eitthvað fortíðar vandamál.
Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því Loki að það finnast líka hafnir á Suðurlandi. Landsbyggðin á mikin þátt í því hvar íslensktþjóðfélag er statt í dag en ég vil að málið sé skoðað með framtíðina í huga en ekki einverjar staðreyndir úr sagnfræði.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: Samfylkingin og göngin
Loki þann 28. apríl 2003 - 22:12
Guð hjálpi okkur öllum ef þín framtíð verður að veruleika, engir bæir úti á landi bara landað öllum afla í Reykjavík, enginn landbúnaður nema í laugardalnum, + að það kostar eitthvað að stækka höfuðborgarsvæðið fyrir þá tugi þúsundir sem myndu flytja suður, verst að þú skyldir ekki hafa bent á þetta fyrir um 50 árum þannig að við hefðum getað sparað mikið á því að sleppa þeim göngum sem komin eru á landinu og mörg hundruðum kílómetra af malbiki sem lagt hefur verið til einskis og byggingar og annað og fjárfestingar í höfnum landsins og fleira og fleira, verðum við ekki bara að smíða tímavél fyrir þig svo þú getir ferðast aftur til ársins 1950 og boðað þennan mikla boðskap?
» Svara
» Guð minn almáttugur
Jón Óðinn Reynisson þann 28. apríl 2003 - 23:12
"Strákur" Eins og þú orðar þetta, þetta halda nefnilega flestir sem skoða málin ekki grannt......Fyrst þetta....afhverju verða Héðinsfjarðargöngin bara fyrir gagnrýni??? Aldrei er minnst á göngin fyrir austan.....Jú alveg rétt....núna er allt í blóma fyrir austan.....
Þessi göng munu aldrei verða baggi á einum né neinum og hvað þá ríkinu......var ekki verið að selja banka eða hvað ...var ekki verið að einkavæða.... á síldarárunum aflaði SIGLUFJÖRÐUR 20-30% af teknum þjóðarinnar á þeim tíma.... Það lifa ekki allir á því að þjónusta og selja hvor öðrum þjónustu á höfuðborgarsvæðinu..... Með göngunum munu sveitafélög sameinast Siglufjörður-Ólafsfjörður-Dalvík(Akureyri).. rétt eins og hefur verið gert annarsstaðar... Það tala allir um að þetta séu göng Siglfirðinga.....heldurðu virkilega að önnur sveitarfélög á Norðurlandi muni ekki hagnast á þessu......Atvinnustarfsemi mun styrkjast, ásamt ferðaþjónustu..... Fyrir Siglfirðinga munu vegalengdir til austurs styttast til muna og öfugt.... skoðið á korti http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/
Vegakerfid/$file/Vegakerfid.pdf
Við tölum oft um fórnarkostnað.... Þeir sem skoða þetta mál almennilega sjá hver hefur rétt fyrir sér......
Héðinsfjarðargöng
Lengd 11 km
Göng 10,56 km (3,7 + 6,9)
Gangabreidd 7,5 m
Vegskálar 440 m
Vegir 4 km
Efni úr göngum 650 þús. m3
Heildarefnisþörf 420 þús. m3
Áætlaður kostnaður 6.100 m.kr.
Áætlaður verktími 3 1/2 - 4 ár
Fáskrúðsfjarðargöng
Lengd 5,9 km
Göng 5,65 km
Gangabreidd 7,5 m
Vegskálar 250 m
Vegir 8 km
Efni úr göngum 350 þús. m3
Heildarefnisþörf 410 þús. m3
Áætlaður kostnaður 3.600 m.kr.
Áætlaður verktími 2 1/2 ár
vegagerdin.is
» Svara
» RE: Guð minn almáttugur
Frjálslyndur þann 28. apríl 2003 - 23:35
Strákur heldur að peningarnir verði til í Kringlunni og Smáralindinni.
» Svara
» RE: RE: Guð minn almáttugur
Flosi þann 29. apríl 2003 - 03:04
Ég held ég sé tilbúinn að gefa annað eistað fyrir Héðinsfjarðargöng...
» Svara
» RE: RE: RE: Guð minn almáttugur
Sigurður Benediktsson þann 29. apríl 2003 - 11:07
Sæl og bless. Ég ætlaði að nefna nokkur mannvirki sem hafa gerbreitt búsetu í þeim sveitum sem þau eru.
1 Borgarfjarðarbrúin hverju breytti hún fyrir Borgarnes ( að vísu á þjóðvegi nr 1 svo ekki er því við að jafna )
2 Vestfjarðargöng Hverju breyttu þau .
3 Skeiðarárbrýr Hvað gerðist er þær voru opnaðar .
Það að fá Héðinsfjarðargöngin þíðir gjörbreytingu á samgöngumálum og fleiru og fl á því svæði sem þau tengja saman . Vegstytting er um 60 km til Ólafsfjarðar .
Það verður styttra til Ólafsfjarðar en inn á Ketilás í fljótum . Kveðja Siggi .
» Svara
» RE: RE: RE: RE: Guð minn almáttugur
Ella þann 22. maí 2003 - 11:19
Það er eitt sem mig langar að benda þeim aðilum á sem eru á móti jarðgöngum frá Siglufjarðar til Ólafsfjarðar og tala þar manna mestu um milljarðana sem þau kosta án þess að horfa í ávinning svo ekki sé talað um arðsemi þeirra. Hafið þið spáð í það hvað ríkið styrkir landbúnað á Íslandi um marga milljarða á ári, já eingöngu til að gera bændum kleift að vera til?? Væri landbúnaðurinn ekki styrktur á þennan hátt væri hann ekki til. Við erum að tala um 5 milljarða á ári....já á hverju ári. Svo er verið að fletta fingur út í 6 milljarða fyrir ein jarðgöng.....kommon....
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: Guð minn almáttugur
spekúlant þann 22. maí 2003 - 13:10
Ekki gleyma rándýrum varnargörðum sem búið er að setja upp ofan Siglufjarðar og ráðgert er að setja enn fleiri upp. Nokkrir milljarðar þar. :)
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: Guð minn almáttugur
Loki þann 23. maí 2003 - 01:31
Koma þeir peningar ekki úr ofanflóðasjóði?eða sitthverju álíka.
» Svara
» RE: RE: RE: RE: RE: RE: RE: Guð minn almáttug
Loki þann 23. maí 2003 - 01:32
En er hægt að setja verðmiða á mannslíf eða hvað!!!! spekúlant.
» Svara