1. desember 2003 "Hann setti svið á bæinn, og gerir það enn" Sigurbjörn Frímannsson, bifreiðastjóri, fæddur 26. apríl 1917
1. desember 2003 AÐALBÚÐIN er enn á sínum góða gamla stað, sem stöllurnar Hrafnhildur Hreinsdóttir og Guðrún Hauksdóttir reka núna. Þær eru nú búnar að reka fyrirtæki sitt í rúmt ár. Þarna hjá þeim kennir margra grasa, bækur, föndurvörur, skrautmunir, allt fyrir hestamanninn og fleira og fleira. Ég tók þar nokkrar myndir í dag, sem þú sérð ef þú smellir HÉR
2. desember 2003 "Hann setti svið á bæinn" Eiríkur Ásmundsson f.v.kaupfélagsstjóri, fæddur 22. janúar 1927
2. desember 2003 Það var nokkuð jólalegt á Torginu, raunar öllum bænum orðið í gærkveldi er þessi mynd var tekin. Allar líkur eru á að þessi litli snjór sem komið hefur undanfarna daga, hverfi áður en langt um líður, svona rétt einu sinni enn. En allir eru tala um það að það fari hlýnandi næstu daga.
2. desember 2003 Það má búast við einhverjum seinkunum á uppfærslum á vefnum næstu 2-3 daga, en það vill svo til að ég réði mig í fulla vinnu annarsstaðar, en við vefinn. Það eru þó alltént einhverjir enn, sem telja sig geta haft gagn af "gamla manninum" - En ég geri mitt besta til að sinna tvöföldu verki, nú eins og svo oft áður.
2. desember 2003 Aðalbakarí Siglufirði Þangað skrapp ég í morgun og náði "bakaraliðinu" í kaffi, - auk fastagestanna, Rafbæinga, lið Óla Kára og Helga MaggViðbót HÉR
3. desember 2003 "Hún setti svip á bæinn, og gerir það enn." Regína Guðlaugsdóttir fimleikakennari., fædd 6. september 1928
3. desember 2003 Spurning sem vefnum barst í gærkveldi: Heyrst hefir að Mávur SI. hafi verið dregin frá bryggju í skjóli nætur og honum sökkt hér innfjarðar (undan Staðarhóli) ef rétt er, væri gaman að vita hver gefur slíkt leyfi og hver er ábyrgur og eða láti vita hvað sé rétt í þessu máli. Svar óskast. Það skal tekið fram á ég hefi ekki sjálfur tekið eftir því hvort báturinn er farinn frá bryggju eða ekki, þar sem ég hefi verið of bundinn í dag við annað Myndin sýnir bátinn við bryggju þar sem hann hefur verið undanfarna mánuði.
4. desember 2003 "Hún setti svip á bæinn" Björg Guðmundsdóttir, fædd 15. nóvember 1913
4. desember 2003 Eins og flestum mun vera kunnugt, þá hlaut Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og teiknistofa hans, Landslag ehf., tilnefningu til evrópskra verðlauna í landslagsarkitektúr fyrir hönnun fyrsta áfanga snjóflóðavarna "Stóra og Litla bola" á Siglufirði.Þeir fóru saman Reynir og Þráinn Hauksson og tóku þátt 3 tvíæringum í landslagsarkitektúr, sem haldin var í Barselona á Spáni. Þar hlutu þeir "sérstaka viðurkenningu," svonefnda "Spesial mention" Smelltu HÉR til að sjá myndir sem þeir tóku í ferðinni.
4. desember 2003 Hver er maðurinn?
4. desember 2003 Raggi Gísla SI 73. Glæsilegur bátur var sjósettur. Báturinn snerti sjáfarflöt í fyrsta sinn seinnipartinn í dag kl.16:43. Nokkur töf varð á sjósetningunni, en allt gekk fyrir sig slysalaust. Þetta er glæsilegur bátur eins og fyrr segir og báturinn heitir Raggi Gísla SI 73, - hann ber það nafn sem sómir honum vel: Raggi Gísla. Eigandi bátsins er Ragnar Ragnarsson en báturinn ber "gælunafn" föður hans. Fleiri myndir HÉR
5. desember 2003 "Hann setti svip á bæinn" Kristinn Guðmundsson útvarpsvirki, fæddur 24. desember 1914
Þrír loðnubátar, - þar af einn að landa við Hafnarbryggjuna árið 1975
5. desember 2003 Knattspyrnuskóli KS byrjar með látum - 36 krakkar á fyrstu æfingu!36 krakkar í 7. - 10. bekk mættu á fyrstu æfingu Knattspyrnuskólans í gær, en yfir 40 börn hafa skráð sig sem er framar öllum vonum. Það sem er óvenjulegt við þennan knattspyrnuskóla er að hann er kl. 7.00 á morgnana.
Er þetta hugsað sem prufa fram að jólum en eftir áramót verður aðalnámskeiðið og stendur það í 12 vikur.
Knattspyrnuskólinn snýst ekki eingöngu um knattspyrnu því hann er í samvinnu við Grunnskólann og krakkarnir þurfa að fara eftir ströngum reglum varðandi heimalærdóm, mætingar í skólann, hegðun og aga til þess að fá að taka þátt í æfingunum. Áhuginn er mikill meðal krakkanna og er það að sjálfsögðu mjög jákvætt ef þessi tilraun tekst. Á aðalnámskeiðinu verður komið víða við, t.d. hugað að svefnvenjum, matarræði, markmiðssetningu, vímuvörnum o.fl. (aðsend frétt)
Stórviðburður í sögu Siglufjarðar.
Stór fólksflutningabifreið frá Sauðárkróki kom hingað um fjögurleytið í gær. Bifreiðastjóri var Baldvin Kristinsson frá Sauðárkróki, sem er eigandi bílsins. - Varð hann þó að fá aðstoð yfir lítinn kafla vegarins. Bifreið þessi verður notuð til áætlunarferða upp á vegarenda, en önnur verður höfð til taks á vegarendanum Fljótamegin, þar til tengingu vegarendanna er að fullu lokið, en nú eru um 600 m á milli þeirra.
Ferðirnar hefjast í dag kl. 11,30. Afgreiðslan er á Nýju bílastöðinni. Ferðirnar verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 11,30. Farseðlar eiga að pantast fyrir kl. 10 kvöldið áður.
Baldvin var 1,3/4 klukkustund hingað frá vegarenda Fljótamegin.
Þessi frásögn kom í Mjölnir 28. ágúst 1946- Þarna er verið að segja frá "fyrstu ferðinni" yfir Siglufjarðarskarð, og væntanlegum áætlunarferðum.
6. desember 2003 "Hann setti svip á bæinn" Jónas Jónsson málari, fæddur 19. desember 1909
6. desember 2003 Bás karlar. Þetta eru þeir Þröstur Ingólfsson kranamaður og bílstjóri mfl. og bræðurnir Sveinn Zophaniasson og Hilmar Zophaniasson sem allt geta og gera varðandi vélar og bifreiðar. Þarna eru þeir í morgun að bíða eftir að steinsteypan sem verið er að hræra verði klár, sem nota á til að steypa brunn uppi í fjalli.
Smelltu HÉR og skoðaðu fleiri myndir.
6. desember 2003 Endurbætti bryggjukanturinn við Bátadokkina er langt kominn, en verkið hefur gengi vonum framar vegna góðs tíðarfars og auðvitað dugnaðar þeirra sem verkið vinna. Þessi mynd var tekin í morgun.
6. desember 2003 Óæskilegt ástand. Ofanvið og við tvennar dyr þessa bílskúrs, sem er sunnan við Seljaland, rennur þessi moldugi lækur sem breytt hefur um farveg vegna framkvæmda við væntanlega snjóvarnargarða í fjallinu fyrir ofan. -- Smelltu HÉR til að skoða fleiri.
7. desember 2003 "Hann setti svip á bæinn" Matthías Ágústsson fisksali, fæddur 29. september 1910
7. desember 2003 Ég var svo heppinn að konu minni, sem fyrrverandi starfsmanni Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar var boðið á árshátíð starfsfólksins stofnunarinnar. Árshátíðin var haldin í "bíóhúsinu" KAFFI TORG í gærkveldi - og ég fékk að fljóta með. Þarna var á borðum sannkallaður veislumatur, svo ríflega útilátinn af úrvali og gæðum að sumum hætti til að borða nær yfir sig (þmt. ég, ég treysti mér ekki í eftirréttinn) Og þjónustuvilji starfsfólksins gat ekki verið ánægjulegri og betri. Og ekki má gleyma skemmtiatriðunum sem að sjálfsögðu voru "heimatilbúinn" sem og starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar skilaði með sóma. Ég þakka fyrir ánægjulega kvöldstund. Og auðvitað fékk myndavélin mín líka að koma og árangurinn kemur í ljós er þú smellir HÉR
7. desember 2003 "Eins og hraunleðja" skríður moldin sem flutt hefur verið úr fjallinu að sunnanverðu til norðurhlutans fyrir norðan byggðina niður í átt til þjóðvegarins. Moldin náði á dögunum alveg yfir veginn og nær lokaði honum en var hreinsað fljótlega. Nú er rennslið enn lagt af stað yfir á veginn, hægt og bítandi. Ræsi hafa stíflast á svæðinu og moldarlitað vatnið rennur óhindrað eftir þjóðveginum, alveg suður að og eftir Hvanneyrarbrautinni, niður í ræsin, sem fljót munu stíflast, auk þess sem hluti flaumsins rennur niður á lóðir fyrir neðan götuna, ma., mína lóð við Hvanneyrarbraut 80