Höskuldur Sighvatsson og Elvar Elefsen. Frekar fámennt var á verkstæðinu um þessar myndir, mannskapur dreifður og eða í sumarfríi
Þorleifur Halldórsson, Jónas Halldórsson og Þórður Þórðarson
Helga Óladóttir, sér um kaffistofuna og allt hreinlæti, gallaþvott oþh. sem allt er til fyrirmyndar. Þarna er hún raunar að sinna skrifstofustörfum, hún er liðtæk
Margrét Kristinsdóttir, en hún vinnur við launabókhaldið á Skrifstofu Síldarvinnslunnar á Siglufirði, og sinnir jafnframt launamálum SR-Vélaverkstæðis
Guðlaug Guðlaugsdóttir, sem sér um útskrift reikninga ofl., bæði fyrir Síldarvinnsluna og SR-Vélaverkstæði.
Aðalsteinn Þ Arnarsson rafvirkjameistari, sem hefur mörg undanfarin ár séð um allt rafmagn og tæknimál í verksmiðju SR á Siglufirði og nú S.V. Auk þess sem hann hefur sinnt sömu málefnum hjá Vélaverkstæðinu. Til gamans vil ég geta þess að rafmagnstaflan fyrir aftan hann, sem er staðsett á "rafmagnsverkstæðinu" er jafngömul "Alla" eða 40 ára og er taflan eins og Alli, "enn í fullu fjöri".
Tæki fyrir utan Plötudeildina, verið er að vinna við sýruþvott, sem gerir efnið kljáandi og hreint. Þarna eru nýsmíðaður búnaður fyrir loðnuverksmiðju.
Þórður Georg Andersen verksmiðjustjóra S.V., fljóta hér með en hann var staddur í kaffistofu skrifstofunnar og bauð mér upp á kaffi. Lítill tími var til að spjalla, þar sem sími hans þagnaði ekki