20. september
Nýir rekstraraðilar að Bíóinu. Frétt út Hellunni, 8-9 tölublað 2003
Undanfarið eitt og hálf ár hefur Guðrún Helga Jónsdóttir rekið Nýja-Bíó en nýlega varð að samkomulagi milli hennar og eigandans, Sparisjóðs Siglufjarðar að hún mundi hverfa frá rekstrinum. Nýir aðilar taka við rekstrinum upp úr næstu mánaðamótum samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Jónssyni sparisjóðsstjóra.
Nýju rekstraraðilarnir eru þær stöllur Ragnheiður Ragnarsdóttir (Didda Ragnars) og Hulda Alfreðsdóttir.
Blm. sló á þráðinn til Diddu og spurði hvernig þetta legðist í þær og hvort vænta mætti einhverra breytinga á rekstrinum.
Hún sagði að þetta legðist bara vel í þær en þetta væri svo nýskeð að eftir væri að huga að ýmsum hlutum.
Hún sagði þó að búið væri að ákveða nýtt nafn á staðinn en það er Kaffi Torg.
Þær vildu leggja áherslu á að hjá þeim skapaðist "kaffihúsastemning" þ.e. að fólk gæti sest inn hjá þeim hvenær dags sem væri og fengið kaffi og með því og auk þess ætluðu þær að bjóða upp á einfaldan og góðan matseðil.
Nauðsynlegt væri að bæta ímynd staðarins og vildu þær reyna að þjónusta alla sem best.
Að öðru leyti yrði reksturinn í svipuðu formi og verið hefur, sagði Didda, sjoppan á sínum stað, bar opinn um helgar og salurinn nýttur undir ýmsar samkomur og dansleiki.
Þegar er búið að ákveða fyrsta ,stóra" kvöldið. Fyrsta vetrardag ætla þær að fá til sín listakokkinn Alfreð Ómar Alfreðsson og bjóða upp á þríréttaða máltíð og dansleik á eftir.
þh