Fréttir 1.- 7. sept. 2003
1. september "Þau settu svip á bæinn" Dagbjört Sæmundsdóttir fædd 25. maí 1900 og Jóhann Einarsson vatnsveitustjóri, fæddur 26. október 1890
1. september 17:30 Þeir sögðu nei -- og oft nei við beiðninni til "Vegagerðarinnar" um að taka litla spölinn sem eftir var og klára jarðvegsskipti og malbikun Gránugötunnar þrátt fyrir að fleiri en einn hafi bent á hagkvæmni þess að vinna verkið strax, sem þurfti hvort að er að vinn.Nei, nei, nei. En svo kom maður að sunnan frá vegagerðinni til að taka út nýafstaðið malbikunarverk og sá dæmið eins og heimamenn höfðu séð það. Eitt símtal frá honum dugði og fékk því framgengt að farið var í að klára dæmið að fullu. Myndirnar sýna gröfuna á fullu, stjórnandi hennar er Kári Hreinsson
2. september "Hann setti svip á bæinn" Finnur Jónsson, fæddur: 16. janúar 1922 -- dáinn 31. desember 1998
2. september Bátahúsið við Síldarmynjasafnið. Lokið er við að reisa grind hússins og fer að líða að klæðningu þess.
2. september Nú lítur út fyrir, að kosningaloforðin varðandi Héðinsfjarðargöng hafi ekki verið venjuleg kosningarsvik ríkisstjórnarinnar, heldur einnig pólitískt klúður og bruðl á fjármunum til einskis. Þetta má lesa út úr fréttum fjölmiðlana um þá lögleysu, til viðbótar svikunum sjálfum, varðandi Héðinsfjarðargöng.
Spurningar hafa vaknað í fjölmiðlum, hvort Sturla ætti ekki að víkja úr embætti sínu sem ráðherra, þar sem í ljós hefur komið að hann hefur brotið lög.
Allstaðar annarstaðar í lýðræðisríki hefði það skeð, en við erum í hálfgerðu banalýðveldi svo það er ekki talin ástæða til þess? Svo er það spurningin, hvort aumingja Sturla sé ekki bara hamar og sigð í höndum Davíðs, einn ráðherrann lýsti því jú yfir í Bíósalnum forðum að það væri Davíð sem tæki allar ákvarðanir, hinir ráðherrarnir verði bara að hlýða ef þeir vildu halda stólunum.
Vonandi bera þessir svokölluð ráðherrar að keisaranum Davíð meðtöldum, gæfu til að semja við verktakann um að hefja strax verkið frekar en að henda hundruðum miljónum króna í málskostnað og tapað mál.
3. september "Þeir settu svip á bæinn" Björn Magnússon bifreiðastjóri fæddur 27. september 1921 -- dáinn 29. september 1986 og Hinrik Andrésson umboðsmaður fæddur 3. júní 1926 - dáinn 25.febrúar 2000
3. september. Byrjað er á að flytja inn á grunn Bátahússins litlu bátana, Sigurvin, snurpu-nótabáta ofl. Stærri bátarnir voru komnir áður.
3. september. Ég hefi undanfarna mánuði, verið að vinna gögn úr gömlum Siglufjarðarblöðum (sem sumum mun vera kunnugt) Oft hefi ég rekist á athygliverðar fréttir og greinar, sem fróðlegt og gaman hefur verið að lesa. En í morgun rakst ég á eina mjög athygliverða grein sem ég get ekki stillt mig um að benda á hér í ljósi síðustu umræðna um hnífstungu þá er ríkistjórnin rak í bak Sjálfstæðismanna hér í bæ..
En árið 1939 var Ólafur Thors, atvinnumálaráðherra og Siglfirðingum fannst þá að Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn hefðu ekki staðið við gefin loforð sem þó voru ekki nærri því eins greinileg og nú varðandi Héðinsfjarðargöng.
Hér fer "niðurlag" greinar í Siglfirðing 3. október 1939 Öll greinin hér
"Sjálfstæðismenn hér urðu fyrir sárum vonbrigðum og þeim mestum er fremst höfðu staðið í baráttunni, er þeir sáu, að jafnvel þeirra traustustu menn brugðust þeim hrapalegast þegar mest á reyndi í þessu máli. Þess vegna hafa tveir þessara manna lagt niður umboð sitt sem fulltrúar flokksins í bæjarstjórn og þess vegna hafa allir formenn sjálfstæðisfélaganna hér sagt af sér.
Það eru mótmæli frá þeirra hálfu gegn því að þeim fannst sem verið hafi vegið að baki þeim og sá veitt þeim mestan áverkann er stærstan gat fyrir þá borið skjöldinn."
4. september "Þau settu svip á bæinn" Ingibjörg Jónasdóttir fædd 12. nóvember 1890 og
Andrés Hafliðason fæddur 17. ágúst 1891
4. september Aldrei skeð í manna minnum (?) fyrr, að allur snjór og klaki hafi allur bráðnað í vesturfjöllunum við Siglufjörð. Svo má einnig segja um allan fjallahringinn, nánast allur snjór eða öllu heldur klaki er horfinn, einstaka smáblettir innst í skorningum í suðurfjöllunum. Hlíðin fyrir ofan Skollaskál hefur að geyma einn lítinn klakablett ennþá, en svo lítinn að hann sést ekki án sjónauka.
4 . september Stórkostleg hugmynd er vöknuð, af frumkvæði Sigurjóns Sæmundssonar prentsmiðjustjóra, sem öllum Siglfirðingum er af góðu kunnur.Sigurjón Sæmundsson hefur sótt um lóð(ir) undir Prentsmiðjuvélasafn, safn sem segði sögu prentiðnaðar, ekki aðeins á Siglufirði heldur alls landsins. Sigurjón hefur aldrei hent neinu af gömlum vélbúnaði og hlutum tengdum prentiðninni þó endurnýjun vegna tækniþróunar hafi verið ör í gegn um tíðina hjá honum og óhætt er að fullyrða að Siglufjarðarprentsmiðja var oft langt á unda öðrum prentsmiðjum með nýungar, t.d. þegar tölvuvæðingin hófst í prentiðnaði hér á landi þá var hann meðal hinna fyrstu. -
Eins og segir hér ofar þá henti Sigurjón aldrei neinu - og á hann nú þegar nægan búnað til að fylla veglegt safn þó svo að alltaf megi við bæta.
Sigurjón hefur starfað við prentiðnina alls í 74 ár svo hann þekkir söguna vel. Hann hefur hug á ef safnið kemst á laggirnar að það verði tileinkað Jóni Arasyni sem fyrstur flutti til landsins prentsmiðju árið 1534.
Ég endurtek, þetta er stórkostleg hugmynd, og stórvirki sem ekki er mögulegt fyrir einn háaldraðan mann að framkvæma. Vonandi kemur ríkisvaldið, menningarstofnanir, Prenttæknistofnunin og bærinn til móts við hugmyndir hans. Því viðbót við Síldarminjasafnið þá væri Prentsmiðjusafn, góður kostur og mundi auka verulega ferðamannastrauminn, til bæjarins okkar.
5. september "Hann setti svip á bæinn" Sveinbjörn Tómasson, kaupmaður (þekktur vegna fótbolta á Sigló) fæddur 21. ágúst 1921
5. september Á Álfhól í Siglufirði er að finna þessi tvö "skilti" á stalli. Annað útsýnisskífa sem ber kenni og nöfn helstu örnefna á fjallshringnum í kringum Siglufjörð, hitt segir munmælasöguna um tilkomu hólsins sem útsýnisskífan er á. Varðandi þessa útsýnisskífu sem ég heimsótti í gær eftir að mig minnir um áratug. Þetta var mjög gott framtak þeirra sem ég veit ekki hverjir voru, er gáfu þennan stall með skífunni.
Skífan hefur eflaust veitt mörgum ánægju við að skoða fjallahringinn og finna nöfnin sem skífan bendir til. En í dag (gær) gerir hún ákaflega takmarkað gagn, þeim sem á annað borð treysta sér til að nálgast hana. Ég átti fullt í fangi með að komast að henni og "kalla ég ekki allt ömmu mína" eins og máltækið segir.
Enginn sjáanlegur stígur sést þarna fyrir hávöxnu grasi ef stígur er þarna á annað borð fyrir hendi?
Djúpur skurður sem sést ekki nema sérstaklega sé að hugað, er þarna á leiðinn meðfram flugbrautarvegi ég raunar vissi af honum, en stórhættulegt er að hoppa yfir hann, þar sem í hvorugan barminn sést fyrir grasinu. Hvað varðar skífuna sjálfa, þá segir myndin hér sína sögu um gagnsemina, aðeins er hægt að lesa brot af því sem þar stendur vegna fugladrits og tæringar.
Ef einhver er ábyrgur fyrir þessu máli þá ætti hann að drífa sig og gera eitthvað í málinu, útbúa sjáanlegan göngustíg og taka með sér góðan hreinsivökva og slípimottu.
5. september Eins og flestum er kunnugt, þá fjölmenntu Siglfirðingar á "Menningarnótt" í Reykjavík í ár. Þeir voru þar með ýmsar uppákomur, vísir af Síldarævintýri, kórsöng, gallery ofl. sem tókst að sögn með ágætum. Ég fékk nokkrar myndir frá þessari uppákomu í gærkvöld í tölvupósti frá Óla Kára. - Smelltu á tengilinn "básinn" og skoðaðu fleiri.
6. september "Hann setti svip á bæinn" Jónas Ásgeirsson kaupmaður, fæddur 25. október 1920
6. september Fermingasystkin 1947 - Skólafélagar 1940-1950. Þau gáfu þessa skífu árið 1988. (þetta stendur á skífunni) - Þau gerðu meira, þau gerðu brú yfir skurðinn, gerðu góðan gangstíg að hólnum - og gróðursettu tré meðfram honum. Grasið hefur greinilega orði trjánum að bana(?) og hulið brúna (ef hún er til ennþá).
Á morgunrúntinum mínum í sólinni og logninu, sá ég bregða fyrir "skugga" á Álfhól --- Var Álfur þarna kominn eða hvað var um að vera?
Jú það var maður í vinnugalla, bláum með rauðum bak og axlarfleti í gríð og erg að pússa skífuna. Hann var búinn að vera þarna á annan klukkutíma við að hreinsa og pússa skífuna í félagi við hinn gamla góða "Brasso"
Þessi skífa var honum í raun alveg óviðkomandi, nema að því leiti að hann er Siglfirðingur og átti slípimottu og Brasso í fórum sínum.
Þetta var Ó.B.E. (hann vildi ekki láta nafns síns getið)
Nú er búið að pússa skífuna. Hver skyldi finna brú og gangstíg svo auðvelt verði að komast að henni?
6. september Á göngutúr með ömmu. Kristrún Sigurbjörnsdóttir var á göngutúr í morgunsólinni með barnabörnum sínum, Vigdís Sævaldsdóttir (í kerrunni), Kristbjörn Sævaldsson og Viktor Sævaldsson
6. september Suðurbærinn speglast í lygnri tjörninni, í morgunsólinni.
7. september "Hann setti svip á bæinn" Jón Kjartansson fv. bæjarstjóri, fæddur: 5. júní 1917
7. september Fjörðurinn okkar, Siglufjörður og umhverfi.
7. september Þetta er Sverrir Björnsson um borð í bát sínum Viggó SI 32 að gera að úti á firði.