Nýjasta bryggjan á Sigló, fyrir framan Síldarminjasafnið, togararnir í bakgrunn, Sunnan hefur legið lengi við bryggju og ekki verið að veiðum en Múlaberg og Stálvík hafa verið á rækjuveiðum komu í land í gærkveldi með frekar tregari rækjuafla en undanfarið
Þarna er verið að ganga frá síðust gatnaframkvæmdum ársins, við gangstéttina á gatnamótum Gránugötu, Suðurgötu og Snorragötu, Þetta eru Birgir Ingimarsson og Ólafur Kárason að undirbúa verkið.
Uppi í miðri hlíðinni fyrir ofan bæinn, skammt norðan og ofan vatnsþróna, hefur þessi grafa hvílt sig í nokkra daga, sagt er að hún sé þarna á bólakafi í "pitt". Ég reyndi að fá upplýsingarnar hjá eigendunum, Bás ehf, en tókst ekki.