Ljósmyndir teknar 2. október 2003 á SR-Vélaverkstæði Siglufirði.
Þarna er Heimir Birgisson og Sveinn Filippusson að vinna með plötusaxi við að efna niður plötuefni .
Þorleifur Halldórsson og Sverrir Elefsen eru þarna að kjást við 3ja tonna skóflu frá vélgröfu í eigu Suðurverk ehf.
Þetta er hluti af nýsmíði sem er sérstök áhöld vökvaknúðir lyklar, í tengslum við skilvindur í loðnubræðslum. Þetta er teiknað og hannað á Vélaverkstæðinu og selja þeir þetta út um allt land til loðnubræðslanna.
Þá hafa þeir margra áratuga reynslu, á smíði snigilskrúfa, litlum eins og Arnar E Ólafsson er þarna að vinna við og snigilskrúfur, sem eru á annan metir í þvermál og langir eftir því. Og að sjálfsögðu snigil húsin. Viðskiptavinurinn velur efnið, ryðfrítt efni eða annað.
Þarna er Hans Ragnarsson að efna niður vegna nýsmíði.
Þetta er Óskar Berg Elefsen verkstjóri við tölvu sína að sinna verkefnum.
Þetta er Helga Óladóttir, ræstitæknir, kaffikona, sem og aðstoðar jafnframt á lagernum, sem er all stór, - þarna að kvitta fyrir vörum sem Norðurfrakt, Ásmundur Einarsson (Mummi) var að koma með