9. nóvember "Hann setti svip á bæinn" Ásgrímur Björnsson, vélstjóri, fæddur22. febrúar 1927
9. nóvember Keilir SI 145 - Hjalti Gunnarsson sendi mér 33 ljósmyndir sem hann tók um borð í Keilir SI 145 og koma þær í ljós ef þú smellir HÉR. Myndina hér tók ég snemma í sumar.
9. nóvember Þetta hús hefur Sigurjón Sæmundsson prentsmiðjustjóri falast eftir til kaups og niðurrifs. Gera má ráð fyrir að samningar um kaupin gangi eftir í þeirri viku sem nú er að hefjast. Ég hefi áður sagt frá áformum Sigurjóns, að kaupa lóð undir Prentsmiðjusafn. (frásögnin, neðarlega á síðunni Fréttir 1-7 september) Sigurjón stefnir á að byggt verði einmitt á þessu svæði á milli Suðurgötu og Lindargötu, veglegt hús sem hýsa muni Prentsmiðjusafn Íslands, en hann hefur nú þegar fest kaup á lóðinni þar sem "Hólar" stóð á og Sjómannaheimilið. Heyr fyrir þér Sigurjón.
9. nóvember Á vef Fáskrúðsfjarðar: http://www.faskrudsfjordur.is/ birta þeir reglulega stöðuna á framkvæmdum við göngin þar og er það að sjálfsögðu góð þjónusta. Mér voru sendar upplýsingar um stöðuna við Héðinsfjarðargöng. Ef þú hefur áhuga á að skoða og minna þig á "stöðuna" við "framkvæmdirnar" við Héðinsfjarðargöngin þá smellirðu á kortið. (Ath. tengill til vefangs Fáskrúðsfjarðar er ekki virkur í dag 2015)
10. nóvember "Hann setti svip á bæinn" Helgi Kristjánsson vélstjóri, fæddur 29. september 1904
10. nóvember Lítið er um að vera. Ekkert fréttnæmt bar fyrir augu mín í morgun, svo ég tók þessa mynd, sem sýnir morgunsólina skína á skýin sem eru yfir og bak við Hólshyrnuna og fjöllin okkar.
10. nóvember Auglýsing úr Einherja 25. apríl 1945
11. nóvember "Hann setti svip á bæinn" Hilmar Jónsson byggingameistari, fæddur 3. október 1914
11. nóvember Rarik á Siglufirði. - Rarik annast bæði raforku og heitavatns-dreifingu á Siglufirði. Þar er ekki fjölmennt lið. Hjá hitaveitunni starfa tveir og hjá rafmagnsdeildinni, einnig tveir - og svo skrifstofan, þar sem eru tveir starfsmenn. Ég heimsótti bækistöðvarnar og hitti þar starfslið skrifstofu og rafveitu. Smelltu HÉR
11 nóvember + september 1963 Hverjir þekkja sjálfa sig?
Þessi mynd var tekin í september 1963, © Steingrímur
12. nóvember "Hann setti svip á bæinn" Bjarni Bjarnason, verkamaður, fæddur 12. júlí 1921 (Boddi Gunnars)
12. nóvember Bátahúsið við Síldarminjasafnið, verkefnið "þokast" áfram hægt og sígandi. Þeir voru í kaffi í gærmorgun er ég heimsótti þá, verkið gengur vel og samkvæmt áætlun. Verið er að þekja húsið og mála það að utanverðu, það er milliveggi, en gróf klæðning kemur utan á húsið eins og það sést hér á myndinni. Á myndinni sést Mark Dufield vera að mála.Fleiri myndir HÉR
12. nóvember Lýsisskipið WEST MASTER, skráð á Bahama, með Lettneskri áhöfn, lestaði hér frá Síldarvinnslunni 1.250 tonn af lýsi í nótt. Skipið var að búast til brottfarar kl.9:50 í morgun, er þessi mynd var tekin.
12. nóvember Nýlega hófst vinna við endurnýjun á hluta smábátahafnarinnar inni í "Dokkinni" á Siglufirði. Sami verktaki og var með bryggjuna fyrir framan Síldarminjasafnið í sumar, sér um þetta verk einnig. þessi mynd er tekin í morgun.
12. nóvember Henriksen-planið 1963 (sennilega) Hverjir þekkja sjálfan sig? © Steingrímur...
13. nóvember "Hann setti svip á bæinn" Sigurður Elefsen vélsmiður, fæddur 1. september 1928
13. nóvember Baldi bakari. Baldvin S Ingimarsson bakari er nýkomin heim frá Lettlandi, þar sem var verið að baka fyrir hann Siglfirskt Laufabrauð. Hann samdi við Lettnskt bakarí um framleiðslu sem er áætluð um 300.000-350.000 kökur. Nú hefur hann gert víðtækari samninga við Lettana um fleiri tegundir sem hann mun svo flytja inn til Íslands. Hann fer aftur utan í næstu viku. Nokkrar myndir sem hann tók í "bakaríinu" úti, sjást smellir HÉR
13. nóvember Önnur flotkvíin hans Sigtryggs Kristjánssonar er komin að landi, mikið líf er í kvínni og vel alinn fiskur virðist vera þarna á ferðinni, væntanlega tilbúinn til slátrunar. En Siddi hefur látið allan smærri fisk sem hann hefur aflað í sumar, í kvína og alið tittina þar til nú að þeir virðast fullvaxnir.
13. nóvember SR-Vélaverkstæði lætur nú vinna á fullum krafti, utan sem innan við undirbúning opnunar verslunar sinnar á Siglufirði. Þarna er Elmar Árnason ásamt aðstoðarmanni að vinna við að slá upp fyrir tröppu við dyrnar sem einnig verða endurnýjaðar.
14. nóvember "Hún setti svip á bæinn" Hólmfríður Magnúsdóttir skrifstofukona, fædd 26. janúar 1922
14. nóvember Aflatölur báta og skipa í október 2003
Árið 1967 +/- Hafliðaplanið sennilega árið 1963. Hver þekkir litlu stúlkurnar, sem sennilega eiga kannski jafngamlar stúlkur, eða eldri í dag.
14. nóvember Skuggar hrafnsins. Þessir tveir hrafnar nutu útsýnisins í morgun er þeir tylltu sér á krossinn á turni Siglufjarðarkirkju.
14. nóvember Bátabryggja. Það gengur eins og í sögu hjá þeim að ramma niður staurana í hinn nýja viðlegukant í bátadokkinni, sem unnið er að núna.
14. nóvember Síldarvinnslan á Siglufirði hefur undanfarið verið að blanda loðnumjöl á ákveðinn hátt, sem síðan er sent jöfnum höndum með Norðurfrakt til Fóðurverksmiðjunnar Laxár í Eyjafirði. Fóðurverksmiðjan Laxá, er dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar. En sú verksmiðja sérhæfir sig í framleiðslu á fiskeldisfóðri. Samtals munu um 1500 tonn fara þangað, en bróðurparturinn er þegar kominn á áfangastað. Myndin sýnir er verið er að lesta einn bílinn í morgun.
15. nóvember "Hún setti svip á bæinn" (og gerir enn) Svava Baldvinsdóttir fædd 13. mars 1929
15. nóvember Apótekið Siglufirði, þar stóð yfir kynning á snyrtivörum og þar smellti ég á nokkrum myndum af starfsfólkinu, kynningardömunni. - Smelltu HÉR
Hraðfrystihús SR - ca 1964 Stefán Friðleifsson og Hallur Garibaldarson -- Kári Sumarliðason í bakgrunni.
15. nóvember 1.640 tonn af loðnumjöli frá Síldarvinnslunni á Siglufirði, verið var að lesta í þetta skip AUDRE frá Klaipedia (Litháen) í morgun. Fleiri myndir HÉR
16. nóvember "Hann setti svip á bæinn" Björn Björnsson síldarmatsmaður, fæddur 5. desember 1908
16. nóvember Sjúkraflug. Áætlunarflug til Siglufjarðar hefur fyrir nokkuð löngu síðan lagst af, og eru Siglfirðingar nauðbeygðir til að fara með rútu til Sauðárkróks vilji þeir fljúga til eða frá Reykjavík. (eða annað) Það er því sjaldgæft á sjá flugvél af þessari tegund lenda á Siglufjarðarflugvelli, má raunar segja sem betur fer í þessu tilfelli, - þar sem þessi vél kom í gær til að sækja sjúkling.
Eðvald Eiríksson er þarna að sinna löndunartór, krana 2 hjá SR. Sennilega um árið 1964
16. nóvember Harðir golfarar. Þeir létu ekki deigan síga Þór Jóhannsson og félagar, en þeir voru að leika golf í logninu og "frostmarkinu" í gærdag. Þeir létu einstaka snjóbreiðu engin áhrif hafa á sig. Snjórinn var harður eftir næturfrostið og leit út eins og besti völlur, það vantaði bara græna litinn á stöku stað.
16. nóvember Síðbúnar myndir frá ferðalagi starfsmanna Síldarvinnslunnar (Starfsmannafélag SR) til Búdapest. Aðsendar myndir sem Birgitta Pálsdóttir tók 2-6 október 2003Smelltu HÉR
16. nóvember Unglingamót í knattspyrnu. Unglingar á Norðurlandi kepptu í Íþróttahúsinu á Siglufirði í dag. Mættir eru krakkar úr flestum byggðum, sitt hvorumegin við Siglufjörð. Ég leit þar inn í hádeginu og smellti nokkrum myndum.Smelltu HÉR