Myndir teknar 24. Nóvember 2003, vegna flóða.
Húsið Gránugata 20, þar dugðu varla 2 dælur til að dæla vatni/sjó upp frá neðri hæðinni. Húseigendur voru með gamla 1¼" dælu sem gripið var til við sérstakar aðstæður, en eftir að Gránugatan var tekin í gegn, skipt um stofnlagnir klóaks ofl. þá urðu húseigendur að kaupa aðra 1" dælu til viðbótar til að hafa við þegar hátt var í sjó, eða stórrigning.
Þarna rennur vatn frá minni dælunni hjá (1") húsráðendum Gránugötu 20, létu dælurnar fara sjálfvirkt í gang þegar vatn/sjór streymir inn.
Nokkuð stórstreymt, þetta eru leifarnar frá gamla Hafliðaplaninu.
Sjór (?) kom upp um niðurföllin í Aðalgötunni í morgun,
þessi mynd er tekin klukkan 10:27 í morgun.
Upp um niðurföll kom sjór(?) víða meðfram gangstéttunum við Aðalgötuna
Þessi mynd er tekin í krikanum við Ingvarsbryggju eftir að flóðið varð mest, glöggt sést mesta flæðið þar sem jarðvegurinn og malbiksbrúnin er dekkri, þangað náði sjórinn í logninu.
Fullvíst er að orðið hefði mikið flóðatjón víða, hefði til dæmis verið norðan stórviðri á sama tíma, jafnvel í sunnan roki.