Fanndal 2003

Tilefni neðanritaðs má finna á síðunni „FRÉTTUR 1.-8 nóvember“ = Tengill hér fyrir ofan.

Þessir vinnufélagar munu endurreisa Veiðafæraverslun Sig Fanndal, á sama hátt og þeir eru nú að endurreisa Efnarannsóknarstofu síldarverksmiðju, í líkingu við það sem var hér áður fyrr. Þeir eru starfsmenn Síldarminjasafnsins og munu áður en langt um líður taka til við veiðafæraverslunina, sem auðvitað verður hluti af Síldarminjasafninu og staðsett í Gránuhúsinu sem hver annar "safngripur".

Á þessari mynd og fyrir neðan, eru Gunnar Júlíusson og Jón Andrés Hinriksson að vinna við stóra rafstöð sem áður framleiddi rafmagn fyrir Síldarverksmiðjurnar á Siglufirði. Dieselvél og rafall var til áður til húsa í S.R.P. verksmiðjunni, en nú komið fyrir í Gránu, Síldarminjasafnsins.