Myndir frá / af veginum yfir Siglufjarðarskarð, merkur minnisvarði um forna vegagerð.
Vegurinn er nokkuð greiðfær, en á litlum bílum þarf að fara með nokkurri gát þar sem víða standa stórgrýti og hryggir upp úr veginum, alveg eins og í "gamla daga" , en þá voru bílar yfirleitt talsvert hærri undir vagninn, en í dag Sérstaklega þurfa lágir bílar að vara sig á niðurleið. Ófrávíkjanleg regla, óskráð, var í gildi á þessum tíma: Sá sem var á niðurleið átti ávalt að bíða á fyrsta útskoti, ef bíll var á uppleið.
Ég held að ég megi fullyrða, að þessi steinhleðsla á vegakanti og ótal margar fleiri, séu þær sömu sem Ludvig Kemp, sá um á sínum tíma, er þeim var komið fyrir með handafli, eftir að þeim var keyrt til hleðslumanna á hjólbörum og hestakerrum - og hafa staðist tímans tönn.
Útsýnið yfir í Skagafjörðinn, frá Siglufjarðarskarði
Útsýni til Siglufjarðar, frá botni Skarðsdals