Aðsend ljóð og vísur
Hér eru frumsamin og eða áður óbirt ljóð og vísur, send hingað með leyfi höfundar. (og eða ókunnir höfundar.)
Og mjög gamalt efni (um 50 ára) sé það skondið og gott, má einnig fylgja.
Tveir náungar, sem báðir eiga hund - og fara gjarnan með þá í göngutúr á ströndina. Þeir eru báðir hagmæltir, og senda stundum hvor öðrum vísu, þetta eru þeir Baldur Þór Bóasson og Sigurður Friðriksson. Ég komst yfir það "nýjasta" frá þeim, og er það hér fyrir neðan, 2 stk.
Ennþá virðist, kallinn kúl
konu sinni, fengur
bráðgreindur og bjútifúl
og bragðar það, ekki lengur. --- Baldur
Alla tíð frá æsku var
ekki byggt á sandi
maðurinn eins og múví-star
mágúll sjarmerandi. Sigurður
Mjóstræti 2 Siglufirði. Pálshús byggt árið 1927.
Siglufjörður.
Eitt er það sem ávallt skín
efst í huga mínum.
Að ég megi á fjöllin þín
einn horfa af grundum þínum.
M.P
Hús var byggt sem hér er enn
án herlegheita og prjáli.
Við það unnu verkamenn
velunnarar Páli.
M.P.
Þessar vísur hér fyrir neðan, skrifaðar með bláu letri eru allar tekna "af " borði sem staðsett er norðan við skiltið sem er við innkeyrsluna í bæinn, Bakkatorg.
Þar sem númer (n) er við vísu, þá kom sú vísa í þeirri röð á borðið, sem númerin vísa til og seinna númer, einskonar svar við fyrri vísunni. Aðrar án númers eru stakar. "Ókunnir" höfundar.
e