1. júlí: Unglingavinna á vegum bæjarins er á fullu, eins og venja er á sumrin. Þarna er einn flokkurinn við garðyrkjustörf við vegakantinn við innkeyrsluna í bæinn.
1. júlí: Enn eitt jarðraskið á sér stað í bænum okkar, en það hlakkar sennilega fleirum meira til þess, að því verki ljúki, það er ungu kynslóðinni. En verktakinn Stefán Einarsson er að vinna við að jarðvegsfylla og slétta svæði vestan "Stóra Mjölhússins" En þarna á að gera lítinn grasvöll, (fótbolta) -- Þarna er verktakann Stefán, að staðsetja hæðarpunta, með laser tækni.
1. júlí: Suðurverk hf. við undirbúning byggingu Snjóflóðavarnargarða, virðast ganga vel.Sumum finnst þetta alvarlegt skemmdarverk, en aðrir líta á þetta sem vísir af líftryggingu fyrir fólk sem býr undir hlíðum fjallanna og velja heldur hagsmuni viðkomandi fólks en hina svokölluðu "sjónmengun". Vonandi verður þetta frekar augnayndi, eins og garðarnir í suðurbænum vissulega eru.
1. júlí: Jón Sigurðsson afgreiðslumaður Olís & Olíudreifing hafði mikið að gera við olíuafgreiðslu til báta og skipa því mikið var um að vera við höfnina, rækjubátar að losa afla ofl. var um að vera.Smelltu HÉR til að sjá 2 myndir frá höfninni
1. júlí: Framkvæmdir við Gránugötu ganga vel og eru samkvæmt áætlun. Þar eru margar hendur að verki, ungir sem gamlir.Steinplata götunnar er fjarlægð, svo og er skipt um jarðaveg og unnið þar á eftir samkvæmt venju við slíkar framkvæmdir.
1. júlí: 18:15 Íbúar Hólavegar fjölmenntu á "vettvangi", framkvæmda við snjóflóðagarðaÞað var að frumkvæði bæjarins, en tilefnið var að skýra fyrir íbúunum á vettvangi, fyrirhugaða framkvæmd verksins og vinnutíma við það.
Sigurður Hlöðversson bæjartæknifræðingur bæarins lýsti málavöxtum fyrir fólkinu.
2. júlí Þjóðlagahátíð 2003 hófst í dag Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í fjórða sinn sumarið 2003 frá 2.-6. júlí. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á söngdansa eða vikivaka sem nutu mikilla vinsælda á Íslandi. Hátíðin ber þess einnig merki að öld er liðin frá því Norðmenn lönduðu fyrstu síldinni á Siglufirði.
Harðangursfiðluhljómsveit frá Bærum í Noregi mun setja sterkan svip á hátíðina auk fjölda annarra listamanna, innlendra og erlendra. Ljósmyndir: Þórleifur Haraldsson, Þjóðlagahátíð, 4. júlí 2002.
2. júlí: Grænlenska loðnuskipið Siku GR18-1 kom með 1250 tonn í morgun til löndunar hjá S.V. á Siglufirði.Annað skip, Beitir kom um 2 leitið í dag með fullfermi og vonandi Björg Jónsdóttir einnig, koma í kvöld eða næstu nótt.
2. júlí Héðinsfjarðargöngum frestað ** Heimild Morgunblaðið **
Samgönguráðherra að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, hefur ákveðið að öllum tilboðum í gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð verði hafnað.
Ástæður þessa eru þær að ekki þykir ráðlegt að fara í þessar framkvæmdir í því þensluástandi sem nú er í uppsiglingu í þjóðfélaginu, miðað við þær miklu framkvæmdir sem nú eru hafnar og framundan eru á Austurlandi, að því er fram kemur í frétt frá samgöngumálaráðuneytinu.
Þegar ákveðið var að fara í útboð Héðinsfjarðarganga, í kjölfar jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, voru bundnar vonir við að samlegðaráhrif vegna þessara miklu framkvæmda yrðu til þess að hagstæðari tilboð bærust í verkið en raun ber vitni.
Gert er ráð fyrir að útboð vegna jarðganganna fari fram að nýju fyrri hluta árs 2006 og að hægt verði að hefja framkvæmdir síðar sama ár.
------------------------
E.S. Því miður fór þetta eins og ég var búinn að segja vinnufélögum mínum: "Aldrei að treysta orðum þessara 60 gl.m. þarna á alþingi og ríkisstjórn, þeir munu alltaf finna einhverja afsökun fyrir því þegar þeir þurfa að svíkja loforðin, hvort heldur um er að ræða jarðgöng -- eða bætt kjör aldraðra sem ríkistjórnin lofaði fyrir rúmum 8 árum, og ekki efnt enn". S.K
3. júlí: Umræðan um svikin kosningarloforð.
Ég fór á meðal fólksins í morgun, og heyrði skoðanir þeirra á þriðju (?) "frestun" Héðinsfjarðarganga. Sú umræða er í flestum tilfellum ekki hægt að birta opinberlega orðrétta, vegna ýmissa rammíslenskra og velskiljanlegra orðatiltækja, sem talið er að ekki eigi heima á prenti.
En almennt var hljóðið á sama veg, þessir herrar jafnt ráðherrar og aðrir "herrar" og dömur, sem uppi höfðu fögur loforð og fyrirheit, fengju þau atkvæði viðstaddra, þá væru jarðgöngin tryggð og bla, bla. Smelltu hér, til að lesa meira um þetta málefni. Eða á tengilinn "Svikin kosningaloforð"
3. júlí Björg Jónsdóttir ÞH 321, kom í morgun með fullfermi af loðnu til Síldarvinnslunnar Siglufirði.Myndin sýnir skipið, að landa klukkan rúmlega 9 í morgun.
3. júlí Unglingarnir vinna ötullega að garðyrkjustörfum og annarri upplyftingu bæjarfélagsins. Ekki veitir af að hafa eitthvað til að gleðjast yfir á þessum síðustu "svikadögum"Þarna eru þau á horni gatnamóta Hvanneyrarbrautar og aðkeyrslu til sjúkrahússins.
3. júlí 14:11 Norska olíuskipið Ophelia, frá Bergen kom í dag .Farmurinn er svartolía, sem aðallega verður notuð hjá S.V. - Síldarvinnslunni á Siglufirði
4. júlí 09:54 Þetta eru "löndunarkarlarnir" hjá S.V. á Siglufirði, þeir Benedikt Benediktsson og Ómar Geirsson.Þeir er vanalega 2 á vakt, sá þriðji, Ægir Bergsson, var heima þegar myndin var tekin. En Þeir félagar voru langt komnir með að losa Sunnutind SU 59 sem kom með slatta um 350 tonn. Loðnuveiði var treg síðasta sólarhring vegna brælu. Í gærkveldi kom Danska skipið Geisir með 1.228.086 kg
5. júlí 10:13 Sigurvin, bátur Björgunarsveitarinnar Strákar, fór í morgun til Héðinsfjarðar með tvo hópa ferðalanga, starfsmenn A.T.V.R og fleiri, ásamt fjölskyldum og vinum, þar á meðal, nokkra brott fluttra Siglfirðinga ma. Hlyn Arndal, og Valtýr Sigurðsson.Tilgangur ferðarinnar var að njóta útsýnis og ganga
síðan til baka, yfir "fjallið", til Siglufjarðar.
Sigurvin
Þessi mynd sýnir "kallinn" í brúnni:
Hafþór Rósmundsson.
5. júlí 16:20 Súlan kom til löndunar hjá S.V. uppúr 3 í dag með um 800 tonn af loðnu.Danska skipið Ruth H.G-264 kom um klukkan 4:30 með um 1000 tonn af loðnu. Björg Jónsdóttir er væntanleg með morgninum með um 1000 tonn.
5. júlí 15:00 Lítil afmælisveisla var haldin við Síldarminjasafnið í dag, en þann 8. júlí n.k. eru liðin 100 ár síðan Norðmenn lönduðu sinni fyrstu síld á Siglufirði, og síldarævintýrið okkar hófst.Slegið var upp Norsku bryggjuballi, en þar mættu norðmenn með hljóðfærin sín og dansskó. Fleiri uppákomur voru, m.a. hin hefðbundna síldarsöltun ofl.
Þá var þarna einnig fulltrúi "European MuseumForum" Dr.Wim Van Der Weiden, sem er hingað kominn til að meta safnið með hliðsjón af tilnefningu sem safnið fékk til Evrópsku safnverðlaunanna. Mikið fjölmenni var þarna samankomið, heimamenn og margir að aðkomnir og skemmti fólk sér vel, auk þess sem það naut þess að skoða Síldarminjasafnið, og sérstaklega vakti athygli, nú opnaður formlega í fyrsta sinn, "GRÁNA" sem er í raun gömul síldarverksmiðja, snilldarlega fyrir komið, og eiga þeir Örlygur Kristfinnsson og aðstoðarmaður hans Chris Bogan, sérstakan heiður skilið fyrir útsjónasemi og verkið í heild. Smelltu á tengilinn hér til vinstri, "Lítil afmælisveisla" en þar eru 13 ljósmyndir.
5. júlí 20:00 Eftir viðtal Stöðvar 2 við Boga Sigurbjörnsson í kvöld, vaknar spurning dagsins (með frest á svörum til næsta laugardags): Er Bogi eini "fulltrúi" ríkistjórnarflokkanna, sem er heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og sinni sannfæringu og þorir að kveða sér hljóðs á opinberum vettvangi og lýsa stríði á hendur þeim sem sviku loforðin?
6. júlí 10:00 Síldarvinnslan á Siglufirði hefur nú tekið á móti um 14 þúsund tonnum af loðnu, verið er að landa úr Björgu Jónsdóttur Þ.H. 321 sem er hér nú í 4. sinn og hefur landað alls yfir 4 þúsund tonnum á Sigló.Þessi mynd er tekin inni á Stjórnstöð verksmiðju S.V. á Sigló Georg Ragnarsson, snýr andlitinu frá myndavélinni, Sævar Björnsson, gerir gaman af "feimni" hans, og Guðmundur E Einarsson gengur á braut. Fleiri myndir á tenglinum "Verksmiðjukarlar"
6. júlí 11:00 Nú hafa Safnarar, á Siglufirði komið upp enn einni safngripasýningunni. Þarna kennir "mikilla grasa" margra áhugaverðra muna. Hvet ég þá sem þess eiga kost að skoða frekar.Þarna eru þau Hafdís K Ólafsson og Þór Jóhannsson.
Þá voru þarna staddir safnarar að sunnan, með "skiptisölu" á safngripum, svo og ljósmyndari Myntsafnarafélags Íslands.