Fréttir 8. til 10. sept. 2003
8. september: "Hann setti svip á bæinn" Jósafat Sigurðsson fisksali. Fæddur 23. nóvember 1917
8. september: Frétt ríkisútvarpsins 7. september: Rétt að ráðast í HéðinsfjarðargöngEf hætt verður við stækkun Norðuráls á Grundartanga er lag til að ráðast í gerð Héðinsfjarðargangna, segir varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar. Hann segir allt tilbúið til að hefja verkið og þær forsendur sem gefnar voru fyrir frestuninni brostnar.
Landsvirkjunar ákvað í fyrradag að fresta gerð Norðlingaölduveitu en hún átti að útvega orku til stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Valgerður Sverrisdóttir hefur sagst vera svartsýn á stækkunina eftir ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar. Sú framkvæmd er ein af þeim forsendum sem Seðlabanki Íslands hefur lagt til grundvallar spám sínum um framvindu efnahagsmála.
Þetta þýðir það, segir Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabankans, að slaki verður meiri í hagkerfinu og varir lengur en Seðlabankinn hefur spáð hingað til og mun ekki hverfa á næsta ári.
Verðbólga getur aukist til skemmri tíma en langtímaverðbólga minnkar og þar með minnkar sá þrýstingur á vaxtahækkun sem óhjákvæmilega fylgir auknum umsvifum í þjóðfélaginu m.a. vegna framkvæmda á Austurlandi. Í byrjun sumars ákvað ríkisstjórnin að fresta gerð Héðinsfjarðarganga vegna fyrirsjáanlegrar þenslu.
Kristján Möller varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar og þingmaður í Norðausturkjördæmi, segi þessa aðalforsendu frestunarinnar nú brostna. Kristján segir að allt sé tilbúið og framkvæmdir gætu hafist með mjög stuttum fyrirvara; verkið hafi verið boðið út og nú vanti ekkert nema ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Frétt ríkisútvarpsins 5. september: Sveitarstjórn Skagafjarðar vill láta gera úttekt á svokallaðri Fljótaleið milli Eyjafjarðar og Fljóta. Áfangasigur, segir bóndinn á Bjarnargili sem barist hefur gegn Héðinsfjarðargöngum.
(þá vitum við, hverja við eigum að !)
8. september: Nýja brúin Ólafsfirði sem á að tengjast veginum til Héðinsfjarðar er tilbúin þegar keisaranum þóknast að tengja hann frekari framkvæmdum við Héðinsfjarðagöng. Ljósmynd: © Sveinn Þorsteins.
9. september "Hann setti svip á bæinn" Indriði Pálsson forstjóri, fæddur: 15. desember 1927
9. september 10:16 Bátabryggjan framan við Síldarminjasafnið. Verið er að leggja síðustu hönd á smíði hennar.
9. september Stoðvirkin vegna snjóflóðavarna undir brúninni ofan Fífladals í Hafnarfjalli. Þarna uppi kl.09:45 í morgun, sátu þeir Heimir Birgisson og Guðjón Ólafsson, starfsmenn SR-Vélaverkstæði ehf og "blésu úr nös" eftir gang upp fjallið.Þeir eru þarna í árlegu viðhaldi á mannvirkjunum þarna uppi sem S.R.V. hefur sinnt frá upphafi þeirra, eða frá 1996. Þeir eru þarna sem litlir dílar þar sem rauða örin bendir á til hægri á myndinni
10. september "Hann setti svip á bæinn" Séra Bjarni Þorsteinsson, fæddur 14.október 1861
10. september Fjörðurinn okkar. Siglufjörður og umhverfi.
10. september Ég fór í morgin í smá frí suður, (um viku) - og verður því síða mín ekki uppfærð á meðan, en Sveinn vinur minn ætlar að vera vakandi með myndavél sína ef eitthvað merkilegt skeður á meðan ég er fjarverandi.