6.október "Hann setti svip á bæinn" Ásgrímur Kristjánsson, sjómaður (Kambi) fæddur 28.september 1918
6.október Sandgerðisbátarnir, Guðdís KE 9 og Guðfinnur KE 119 hafa verið að afla dável í sumar. Þeir fiska á línu og gera út frá Siglufirði, þannig að þeir fá senda með Flytjanda alla línuna fullfrágengna, nokkra tugi bala hver frá Sandgerði og senda fiskinn síðan á markað samdægurs. Það var hálfgerð slydda um 9 leitið í morgun er ég tók þessa mynd og fleiri sem koma í ljós ef smellt er HÉR. En skipverjar voru að koma línubölunum um borð í bátana.
6. október Húsasmiðjan lokar verslun sinni á Siglufirði. Búið er að segja upp mannskap og versluninni verður lokað um næstu mánaðarmót. Þessi mynd er úr versluninni, Stefán Sigmarsson sá sem Stefán er að afgreiða er starfsmaður Hitaveitunnar / Rarik, Árni Skarphéðinsson. Fleiri myndir HÉR
6.október Frétt úr vefritinu Húnahornið - 06.10.2003 Skipað í stöðu framkvæmdastjóra H.S.B. Búið er að ráða Valbjörn Steingrímsson, rekstrarfræðing í stöðu framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi en alls sóttu 9 um stöðuna.
Sérstök matsnefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins fór yfir umsóknir og ákvað m.a. hverjir uppfylltu skilyrði fyrir ráðningu. ráðherra skipaði svo Valbjörn í stöðuna nú í byrjun mánaðarins.
Valbjörn Steingrímsson er fjölskyldumaður og fimmtugur að aldri. Hann hefur starfað sem fjármálastjóri og framkvæmdastjóri hjá ýmsum fyrirtækjum, m.a. hjá Íslenskum sjávarsöltum ehf., Landsfestum ehf., Lykilhótelum hf. og fleirum.
Valbjörn tekur formlega við stöðunni um miðjan mánuðinn en Pétur Jónsson sem gengt hefur stöðu framkvæmdastjóra sl. ár, starfar þangað til og í raun út mánuðinn, Valbirni til halds og trausts.
rzg
Ath.Valbjörn er Siglfirðingur, og þess má geta, að framkvæmdastjórar samsvarandi stofnana, á Siglufirði og Sauðárkrók eru einnig Siglfirðingar.
6.október (fréttatilkynning) Siglfirðingar láta ekki deigan síga í popptónlistinni þessa dagana. Nýlega var hljómsveitin SPEKTRA þar sem hann Gotti ( Gosi, hans Stjána Elíasar) er í broddi fylkingar sem aðalsöngvari og lagahöfundur að senda frá sér nýtt lag.
Nýja lagið heitir "Eitt & allt" og má heyra það á flestum útvarpstöðvum landsins.
Þess má geta að SPEKTRA sendi frá sér lag í vor sem heitir "Þú átt mig ein" og sló það vel í gegn á FM957, Létt 96,7 og Íslensku stöðinni. 91,9
Hin næstum al-siglfirska hljómsveit Daysleeper sendi einnig frá sér nýtt lag á dögunum og heitir það "Face down alive" og má heyra það á flestum útvarpsstöðum landans. Daysleeper er skipuð þeim Víði Venna, Jónsa Sveins, Helga Svavari og Sverri Bergmann (króksara).
6.október Síðustu dúfurnar á Íslandi?Þessar dúfur eru jafnmiklir Siglfirðingar eins og þú og ég - eða krummarnir og allir hinir fuglarnir sem hafa valið fjörðinn sem heimkynni sín. Margir gera sér grein fyrir þessu og þó nokkrir góðhjartaðir bæjarbúar færa þeim brauð daglega..
6. október Skelfiskbáturinn Fossá var að toga eftir kúskel utarlega á firðinum eftir hádegið í dag. Ekki hefi ég enn frétt af aflabrögðum.
6. október Þeir sem leið áttu um Strandarveg laust eftir hádegið í dag, brá í brún er þeim var litið upp í fjallið í átt að vinnuvélunum sem þar eru að verki, flestir sem þessa leið aka gefa fjallshlíðinni auga. En ástæða fyrir því að mönnum brá, var að vart mátti sjá annað en að ein ýtan væri við það að fara fram af þarna uppi, með annað beltið að hluta útaf fremst á brúninni. - En ýtan var stopp og menn gátu sér til að verið væri að bíða eftir annarri ýtu sem þarna var til aðstoðar, en þegar betur var að gáð í gegn um linsu myndavélar minnar, sást að ýtustjórarnir voru hinir rólegustu að tala saman og nokkrum mínútum síðar hófu þeir vinnu að ný, eins og ekkert hefði í skorist
6. október Hver er maðurinn, Christofer Bogan?Mér datt í hug, að bæta við enn einum þætti, við síðu mína Lífið á Sigló. Spurningin er hvaða fyrirsögn ég á að velja.
En hugmynd mín er á þá leið að á síðu minni tökum við okkur til, við segi ég, því ég þarf ykkar aðstoð til þess.
Ég bað einn í morgun, Örlyg Kristfinnsson að hjálpa mér og hann brást fljótt við og niðurstaðan er HÉRNA
Mið langar til að biðja fólk að skrifa örfáar línur um vinnufélaga, kunningja eða jafnvel ættingja. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að við kynnumst hvort öðru, kynnumst því sem viðkomandi hefur fyrir starfi í vinnunni og ekki síst áhugamálunum og svolítið um persónuna sjálfa. -- Það sem Örlygur skrifar er gott sýnishorn, þess sem ég óska.
7. október "Hann setti svip á bæinn" Hans Sigurðsson bifreiðastjóri, fæddur 22.október 1914
7. október SKÁLAHLÍÐ, elliheimilið á Siglufirði. Ég heimsótti vistmenn þar eftir hádegið í gær, en þar stóð yfir spilavist og ýmislegt föndur sem eldra fólkið stundar. Ég smellti á nokkrum myndum að vanda, og HÉR til að sjá afraksturinn
7. október Sameining rótgróinna netagerða: Frétt frá local.is
Ákveðið hefur verið að sameina Netagerð
Friðriks Vilhjálmssonar hf. og Neta- og veiðarfæragerðina hf. Siglufirði, undir nafni Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar. Framkvæmdastjóri hins sameinaða félags verður Jón Einar Marteinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar.
7. október J.E. Vélaverkstæði. Þangað leit ég inn, seinnipartinn í dag og smellti á þá, sem þar voru staddir, nokkrum myndum. Þetta er Sverrir Júlíusson að vinna við hlut úr 10 tonna plastbát sem verkstæðið er að ganga frá en skrokkurinn var smíðaður annarsstaðar. Strax og þessi bátur verður fullbúinn þá munu þeir fá skrokk af öðrum plastbát sem er stærri til meðhöndlunar og frágangs. Smelltu á: JE-Verksæði 2003
8. október "Hún setti svip á bæinn" Aðalheiður Halldórsdóttir, fædd 26. júlí 1915
8. október
Pósthúsið á Sigló. Ég fór með bréf í póstinn í morgun og tók um leið myndir af þeim sem þar voru staddir, Rögnvaldur Þórðarson póstmeistari, var ekki viðstaddur svo að hann slapp í þetta sinn. --
Þessar voru sdaddar inni á Pósthúsinu; Heiðrún Jónasdóttir og Þórunn Kristinsdóttir
Valdís Stefánsdóttir og Fróðný Pálmadóttir
Helga Sverrisdóttir
9. október "Hann setti svip á bæinn" Jónas Jónsson verkstjóri fæddur 3. mars 1892
9. október Síldarvinnslan Siglufirði Ég fékk mér kakóbolla ásamt nokkrum starfsmönnum SR-Mjöl sálugu um níu leitið í morgun og smellti af þeim mynd, þeim sem komu í kaffi að þessu sinni. Þetta er Hersteinn Karlsson, "alt muligt man". Smelltu HÉR til að sjá hina snillingana, vini mína og fyrrverandi vinnufélaga.
9. október Sparisjóður Siglufjarðar, þangað skrapp ég í dag eftir hádegið og tók auðvitað myndavélina mína með. Það sem ég sá þarna inni hafði ég ekki gert mér grein fyrir að væri jafn tilkomumikið og raun bar vitni. Þarna starfar fjöldi manns, aðallega ungt fólk, Þarna voru fleiri að störfum en ég hafði gert mér grein fyrir þangað til ég mætti á staðinn. Auk hinnar hefðbundnu bankastarfsemi, sem fram fer á neðri hæðinni, svæðið sem við flest þekkjum, fer fram fjarvinnsla uppi á efri hæðinni, það er verkefnin geta í raun verið hvar sem er á landinu en fólkið á efri hæðinni sinnir þeim. Hvað er ekki hægt með tölvutækninni og internetinu? Smellið á Sparisjóður.
10. október "Hann setti svip á bæinn"
Jóhann Guðjónsson múrarameistari, fæddur 19. nóvember 1917
10. október Ég var beðinn að vekja athygli á því að nokkrir Siglfirðingar hafa endurvakið körfuboltaliðið Glóa og eru búnir að skrá sig til keppni í 2. deildinni á nýjan leik... eftir fjögurra ára fjarveru frá deildarkeppninni.
Jón Gunnar Sigurgeirsson heldur síðu, www.fjarkinn.tk utan um liðið, en þeir leika alla sína heimaleiki í Reykjavík, enda flestir þeirra búsettir þar!
Þeim þætti nokkuð gaman ef það eru einhverjir heima sem enn muna eftir liðinu og langar að fylgjast með! En fyrsti leikurinn er á sunnudaginn kemur og þeir mundu eflaust gleðjast að sjá sem flesta Siglfirðinga á leiknum!
10. október Bifreiðaverkstæðin á Siglufirði eru tvö. Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar sem er eldra og rótgróið og verkstæðið H.D-Vélar sem er nokkru yngra. Ég heimsótti bæði verkstæðin í dag. Myndir HÉR
10. október Leikfélag Siglu fjarðar hefur látið semja fyrir sig veglegt leikverk sem ber heitið „Silfur hafsins" og fyrirhugað er að setja upp á næsta ári í tilefni 100 ára afmælis síldarævintýris Íslendinga. Fjallar verkið eins og nafnið gefur til kynna um sögu síldveiðanna og vinnslunnar en fyrst og fremst um mikilvægan kafla í sögu byggðarinnar okkar hér í Siglufirði. Um létt og skemmtilegt leikrit er að ræða sem samið er af engum öðrum en Ragnari Arnalds.Tónlistina í verkinu samdi Elías Þorvaldsson.
11. október. "Hann setti svip á bæinn" Halldór Guðmundsson, síldarsaltandi m.f.l. - fæddur 23. maí 1989
11. október. Sýslumannskrifstofan á Sigló. Þangað átti ég erindi seinnipartinn í gær og tók þar nokkrar myndir. Ég ætlaði að heimsækja lögregluna í leiðinni en þeir voru einhversstaðar úti í eftirlitsferð, svo það bíður betri tíma.Hús lögreglu og Sýslumanns á Siglufirði tekið 10. október 2003
Myndir HÉR
11. október Jarðýta föst. Í morgun um 10 leitið þurfti stærsta ýtan í fjallinu að aðstoða aðra minni ýtu sem hafði sokkið ofan í "pitt" og var bjargarlaus. Þessi 70 tonna jarðýta átti ekki erfitt með að bjarga félaga sínum, ein "lítil skafa, og spotti" á milli og ýtan var laus og báðir héldu svo áfram vinnu sinni við undirbúning snjóvarnargarðanna.
11. október "Kleinubisnes" Þessir ungu drengir heimsóttu mig ásamt mörgum öðrum í hádeginu og voru að selja kleinur til söfnunar í ferðasjóð krakkanna í Grunnskólanum. Ég smellti af þeim þessari mynd á meðan konan mín sótti peninga fyrir kleinum. Á kleinu-myndinni eru: í rauðu; Arnar Þór Björnsson (Badda og Mæju) og með húfu er Jóhann Már Sigurbjörnsson (Sibba Jóhanns og Ásu).
20. júní 1945 Ljósmyndasýning SögufélagsinsGrein úr Mjölnir 20. júní 1945Fyrir tveimur árum síðan var stofnað hér Sögufélag Siglufjarðar. Tilgangurinn með stofnun þessa félags mun aðallega hafa verið sá, að annast ritun sögu á Siglufjarðar. ---- ....................
Ég gat ekki stillt mig um að koma þessu á framfæri þótt gamalt sé. Smelltu HÉR til að lesa meira.
12. október Fréttir af fundi leikfélagsins. Áður auglýstur fundur vegna kynningar á leikritinu "Silfur hafsins" sem Leikfélag Siglufjarðar fékk Ragna Arnalds til að semja, var haldinn í félagsheimili Leikfélagsins sem er á neðstu hæð Suðurgötu 10. Tónlistina við leikritið samdi Elías Þorvaldsson tónlitakennari. Ragnar lýsti lauslega efni og persónum leikritsins, en það mun fjalla um atburði þá er fyrsta síldin kom á land á Siglufirði fyrir 100 árum til söltunar og fólkið sem kom við sögu þess tíma, fólkið (nöfnin) sem í raun eru þekkt frá á þessum tímum, séra Bjarni, ofl. Ekki er að efa að margur mun bíða spenntur eftir að sjá þetta verk á fjölunum, ekki síst miðað við höfundinn Ragnar sem alls ekki er neinn nýgræðingur á þessu sviði, auk þess sem hann þekkir af eigin raun flest sem síldinni var viðkomandi, þar sem hann tók þátt í ævintýrinu á námsárum sínum. Smellið HÉR til að sjá myndir frá fundinum.
12. október Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg. félagar skíðafélagsins komu úr Héðinsfirði um kl. 4 í dag með björgunarsveitarbátnum Sigurvon, með nokkrar "eftirlegu rollur" sem þeir höfðu tekið að sér að smala.Smellið HÉR til að sjá myndir frá komu þeirra.