Hann er vel búinn tækjum til þessa áhugamáls síns, þarna er ryksuga sem hann notar til að ryk berist ekki um vinnustaðinn og víðar. Alveg eins og á fullkomnu verkstæði.
Þarna er vinnuborð hans, þar sem hann fullkomnar verk sín
Það er kominn upp hjá honum talsverður lager allskonar muna.
Hann var stoltur af þessum vita "Seleyjarviti", nákvæm eftirlíking, sem er einnig mátulegur til að geyma (og fela) brennivínsflöskuna fyrir forvitnum . Þó er þórarinn þekktur fyrir allt annað en að neyta þessara veiga.
Þetta er einn af gripunum, skál rennd úr birkidrumb og börkurinn látinn halda sér, sem gefur skálinni sérstakt og óvanalegt útlit.
Hluti af gripuunum á lager hjá Þórarinn.
Þarna heldur Þórarinn á forláta bikar úr harðviði.