Fréttir 28. júlí -31 júlí
28. júlí. Þeir eru byrjaðir að ramma niður bryggjustaurana í fyrirhugaða "síldarbryggju" fyrir Síldarminjasafnið. (& Hafnarsjóð)
28. júlí. Verið var að gera Stálvík SI 1 klára á rækjuveiðar í morgun
28. júlí. Síldarvinnslan hefur nú selt loðnuskipið Þórður Jónasson EA 350, sem legið hefur hér við bryggju undanfarið ásamt Gissur ÁR 6, Aðili á Akureyri er kaupandinn. Ekki hefi ég frekari upplýsingar um kaupandann né til hvers skipið verður notað, en það er "kódalaust"
28. júlí Snjóflóðavarnargarðar. Margir hafa sent mér tölvupóst, þar sem ma. er minnst á það við mig, hvort ekki séu til einhverjar útlitsmyndir af væntanlegum görðum, svo fólk geti áttað sig betur á þeim framkvæmdum sem hafnar eru. Myndin hér til vinstri, er teikning af norðasta garðinum, ásamt væntanlegu umhverfi. Það er Hólavegurinn, sem sést lengst til vinstri.Smellið á Snjóvarnargarðarnir til að sjá fleiri myndir, sem Sigurður Hlöðversson góðfúslega lánaði mér.
28. júlí Fréttin af skjólgarðinum á gangstéttinni við Hvanneyri, sem ég sagði frá þann 20. júlí, þar sem ég undraðist staðsetninguna og að leyfi hafi fengist fyrir henni. Þá er það upplýst nú af þeim sem að uppsetningunni unnu, að þarna hafi átt sér stað misskilningur af þeirra hálfu, Tækninefndin hafði ekki gefið þetta leyfi munlega en ekki nákvæma staðsetningu, garðurinn hefði átt að vera nokkru austar og ekki hindra gangveginn.
29. júlí. Þessir kappar heita Ásmundur Einarsson, Jón Helgi Ingimarsson og Guðlaugur Henriksen. Þeir eru jafnframt starfsmenn flutningafyrirtækisins Norðurfrakt ehf, sem er í samvinnu við Flytjanda á Siglufirði. Ásmundur er aðaleigandinn og framkvæmdastjóri. Jafnframt sinna þeir allri afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini Skeljungs. Þarna eru þeir að fá sér kaffi rétt fyrir kl. 8 í morgun.
29. júlí. Þetta eru starfsmenn Pípulagnir Siglufirði ehf, Ólafur Bjarnason og eigandinn Helgi Magnússon. Þeir eru þarna í kaffistofu Norðurfrakt, og eru að bíða eftir að flutningabílarnir verði losaðir af vörum sem þeir pöntuðu frá Reykjavík í gær.
29.júlí. Eins og Siglfirðingar vita þá er verið að unnið að miklum endurbótum á holræsakerfi bæjarins undir Tjarnargötu og Gránugötu og jafnframt farið fram jarðvegsskipti á viðkomandi stöðum. Einnig nota sum fyrirtækin tækifærið og jarðvegskipta hjá sér vegna hagræðingar og snyrtingu lóða sinna.Þarna er verið að vinna við lóð Skeljungs. Í forgrunni sjást gatnamót Tjarnargötu og Aðalgötu.
29. júlí Nýr þáttur á þessari síðu."Hann setti svip á bæinn" Alfreð Jónson Þessi maður er öllum eldri Siglfirðingum vel kunnur. Hann heitir Alfreð Jónson, en var einnig þekktur undir nafninu Alli King Kong. Þetta var mikill íþróttaáhugamaður, ma. góður skíðamaður. Hann stundaði alla almenna vinnu, er hann dvaldi hér á Sigló, en síðustu starfsár sín var hann hreppstjóri í Grímsey. Alli var fæddur þann 20 maí 1919 Ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson
29. júlí - Askur ÁR 4 var að losa rækju í dag um klukkan 16:00.
29. júlí Sólberg SI 12 var að taka ís og gera klárt til næstu veiðiferðar
29. júlí Mávur SI 76 var að koma úr róðri, þokkalegur afli á línu, rúmlega 4 tonn. Þarna eru skipverjar að sortera fiskinn, þorsk, steinbít karfa og fleiri tegundir.fyrir vigtun og sendingu suður á markað.
30. júlí "Hann setti svip á bæinn" Þormóður Eyjólfsson konsúll, var mikill athafnamaður, síns tíma. Hann var einn af fyrstu stjórnendum Síldarverksmiðja Ríkisins, bæjarfulltrúi í áratugi og sinnti mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Hann var einn af frumkvöðlum Karlakórsins Vísir. Þetta var maður sem mikið bar á jafnt í hinu daglega amstri og viðskiptalífinu, hann var harður pólitíkus. Enda átti hann oft í harðvítugum deilum, sérstaklega við kommúnista. Nafn hans sést enn bera fyrir augum á Sigló, nafn fyrirtækisins sem hann stofnaði og sem er enn þann dag í fullum rekstri Þormóður Eyjólfsson hf. - Þormóður var fæddur þann, 15. apríl 1882 Ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson
30. júlí Einn af trukkum Suðurverks sem vinnur við "snjóflóðavarnargarða" bilaði illa er bolti í driftengi brotnaði og orsakaði brotið tengihús hús ofl. Sennilega margra tugi þúsunda tjón. (málmþreyta sennileg skýring)Þarna er viðgerðarmaðurinn Arnar Eyjólfur Ólafsson bifvélavirki hjá SR-Vélaverkstæði að vinna að viðgerð, ásamt bílstjóranum, Einar Karlsson fyrir utan verstæðið í morgun
30. júlí Jarðrask vegna fyrirhugaðra malbiksframkvæmda hjá Skeljungi olli bilun í símajarðstreng. Þarna er Egill Rögnvaldsson símvirki og aðstoðarmaður hans Sigurður Haukur Ólafson, að gera við strenginn.Maðurinn sem styður sig við skófluna, er starfsmaður hitaveitunnar, Óli Agnarsson, en skemmdir urðu einnig á svipuðum slóðum á hitaveitulögn.
31. júlí "Hann setti svip á bæinn" Helgi Sveinsson íþróttakennari var svo sannarlega maður sem setti svip á bæinn, ekki aðeins fyrir augum þeirra fullorðnu, heldir einnig yngri kynslóðinni sem leit gjarnan upp til hans og var þeim fyrirmynd. Helgi var hér kennari við barna og gagnfræðaskólana um áratugi. Hann var margfaldur skíðakóngur og vann ötull að öllum íþróttamálum, þó skíðaíþróttin hafi verið honum ánægjulegust. Helgi var fæddur 3. júlí 1918 - Dáinn 24. febrúar 1979 Ljósmynd Kristfinnur Guðjónsson.
31 júlí. Þessa fallegu ljósmynd tók Sveinn Þorsteinsson inn við Stífluvatn í gær og sendi mér.Það var ekki ætlun mín að setja hér inn myndir, annarsstaðar en frá Siglufirði, en ég stóðst ekki freistinguna.
31. júlí Ljós um bjartan dag ! Það hefur vakið athygli mína, í allt sumar, að allan daginn, lifir ljós á ljósastaurunum við Túngötu. -- Ekki veit ég hvort Rarik er að næla sér í aukasponsur (ekki veitir af ?)eða hvort þetta skipti bæinn engu, hann greiði bara fast gjald (?) fyrir götulýsingu. En hvað sem því líður styttist líftíma ljósaperanna, en þær eru rándýrar.
31. júlí Norska flutningaskipið Lómur var að losa hér í morgun, til Síldarvinnslunnar 300 tonn af vítisóda (sodium hydroxide) en fyrirtækið notar um og yfir 30 tonn á mánuði, af þessu efni, sem það blandar og vinnur fyrir Primex hf. Áður fyrr var þetta flutt inn í 40 tonna gámum með Eimskip, en þegar Eimskip hækkaði flutningsgjöldin verulega fyrir rúmu ári, þá reyndist hagkvæmara að leigja skip til þessara flutninga og hefur verið gert síðan og sparar fyrirtækið sér með því miljónir.
31. júlí Síldarævintýrið, dagurinn sem margir bíða spenntir eftir nálgast óðum. Tjaldvagnar og fólk sem tjaldar upp á gamla mátann eru byrjuð að týnast í bæinn. Veður er milt og gott um þessar mundir, 17 C° stiga hiti (kl. 10:00), en sólarlaust. Við vonum að veðrið verði um helgina álíka og það hefur verið síðustu vikur, sól, logn og yfir 20 C° hiti.