Forsíða

Heimildir frá gömlum heimasíðum sem ég, Steingrímur Kristinsson hefur haldið utan um. Ég byrjaði fyrst árin 1995-96 að fikta með ljósmyndasíður, þar sem lögð var áhersla á að óska eftir aðstoð við að þekkja andlit í hundraðatali, sem komið var á síðurnar í þeim tilgangi að skrá nöfn fólksins.

En hér mun ég leggja áherslu á vefinn Lifið á Sigló, fréttir og fleira. - Myndirnar eru í eigu Ljósmyndasafns Siglufjarðar og birtar hér í sömu stærð á á gamla vefnum sem ekki hefur verið aðgengilegur undanfarið (sept2015)

Textarnir eru "klipptir og límdir" frá geymslustað harðs disks og komið hingað á vefinn.

Þessi hluti síðu minnar; 2003

Lífið á Sigló - er einskonar tilraun, tilraun til að gera það sem margir hafa beðið um, en enginn framkvæmt, það er að halda úti Siglfirskri fréttasíðu, með ljósmyndum, líðandi stundar. Ekki veit ég hvernig til mun takast, aðeins tíminn mun leiða í ljós hvert framhaldið verður á.

Frekar um Lífið á Sigló

HÉR

Látið í ykkur heyra og smellið á "Netfangið mitt"

Ég hefi ég áhuga á því að Siglfirðingar heima og heiman sendi inn greinar um menn og málefni bæjarins okkar. (birtar á ábyrgð sendanda) Að auki vísur og myndir tengt Siglufiðri.

Ef efnið er talið eiga heima á vef mínum þá mun ég birta það. Viðkomandi þarf að gefa mér að minnsta kosti upp nafn sitt og kennitölu, þó svo að nafn hans komi ekki fyrir undir greininni. Annað kemur ekki til greina. Og endilega ef þið vitið af einhverju að ske, eða á döfinni - Látið mig vita.

Hér fyrir neðan er vísað til síðunnar sem þá var fyrir á netinu (tengill þarna, er í dag ekki tiltækur)

Það helsta sem vefurinn: Ljósmyndasafn Steingríms, á netinu - hefur að geyma er:

    1. Rúmlega 20 þúsund ljósmyndir, - rúmlega 850 síður. (samtals)
    2. Bíó-Saga Siglufjarðar - rúmlega 100 síður.
    3. Mjöl & Lýsis-Saga. - 267 síður. (Er hér á þessum vef)
    4. Frétta síður, efni tengt Siglufirði, frá árunum 1961-1976
    5. Gamlar brunasögur (eldsvoðar) frá Siglufirði.
    6. Gömul vegamál tengd Siglufirði.
  1. Ótal tenglar, í allar áttir, ma. á aðrar heimsíður, tengdar mönnum og málefnum Siglfirðinga.
    1. Margt fleira forvitnilegt er að finna á síðum mínum, auk þess efnis sem tíundað hefur verið hér í formála efst á þessari síðu, það er: Lífið á Sigló

Eigandi, ritstjóri, hönnuður, ljósmyndari og ábyrgðarmaður: © Steingrímur Kristinsson - Öllum er heimilt að prenta myndir og heimildir frá þessari síðu, án endurgjalds -til einkanota

ÖLL opinber birting, er óheimil án leyfis, undirritaðs.

Allar ljósmyndir sem koma á þessar síður; Lífið á Sigló, eru teknar af undirrituðum, nema annað sé

tekið fram.

Steingrímur Kristinsson

Vefsíðan Lífiðá Sigló fór fyrst á netið 2. júní 2003, kl. 20:00