Upplýsinga-tækni í skólastarfi

Hér á þessum síðum hef ég safnað efni sem ég nota á ýmsum námskeiðum. Þér er velkomið að vísa til efnisins og nota eins og þú vilt svo lengi sem þú getur uppruna þess.

Síðan er og verður vonandi í sífelldri vinnslu og endurnýjun en upplýsingatæknin hreyfist hratt og leiðbeiningar og ábendingar úreldast.

Rétt er að geta að efnið hér ber þess nokkuð merki að sérsvið mín eru yngri nemendur og náttúrufræðimenntun.

Svava Pétursdóttir lektor Menntavísindasvið HÍ svavap(hjá)hi.is

@svavap á twitter

https://svavap.wordpress.com/

Víða annarsstaðar má leita upplýsinga og ráða.

Sigrún Björk Cortes, Björgvin Ívar Guðbrandsson, Margrét Hugadóttir og Torfi Hjartarson (2016) Skapandi skóli - rafbók Menntamálastofnun. Reykjavík Bókin er full af hugmyndum en kaflinn Tækni og tjáning er um upplýsingatækni í skapandi skóla.

Á námskeiðinu Samspil urðu til þó nokkur vefnámskeið um UT í skólastarfi.

Upplýsingatækni - Vefur Garðaskóla unninn af Hildi Rudolfsdóttur

Ingileif Ástvaldsdóttir- skrifar reglulega bloggfærslur um rafræna kennsluhætti

Anna María Kortsen Þorkelsdóttir

Einnig er hér spilunarlisti með þó nokkrum kennslumyndböndum fyrir kennara

Facebook-hópar nokkrir eru öflugir og í þeim má finna mikið af reynslu og þekkingu. Hópurinn Upplýsingatækni í skólastarfi er flottur og gagnlegur.

Svo mæli ég með hópunum:

    • Náttúrufræðikennarar
    • Skólaumbótaspjallið

Þórunn Þórólfsdóttur (2011) Myndavélin við nám og kennslu í náttúrufræði: Viðhorf og reynsla náttúrufræðikennara í grunnskóla. Meistararitgerð Menntavísindasvið Háskóla Íslands https://skemman.is/handle/1946/9092