Upplýsinga-

tækni í skólastarfi

Hér á þessum síðum hef ég safnað efni sem ég nota á ýmsum námskeiðum. Flest er tenglar í efni frá öðrum en eitt og annað frá mér, þér er velkomið að vísa til efnisins og nota eins og þú vilt svo lengi sem þú getur uppruna þess.

Síðan er og verður vonandi í sífelldri vinnslu og endurnýjun en upplýsingatæknin hreyfist hratt og leiðbeiningar og ábendingar úreldast.

Rétt er að geta að efnið hér ber þess nokkur merki að sérsvið mín eru yngri nemendur og náttúrufræðimenntun.

Svava Pétursdóttir lektor Menntavísindasvið HÍ svavap(hjá)hi.is

@svavap á twitter

https://svavap.wordpress.com/

Víða annarsstaðar má leita upplýsinga og ráða.

Sigrún Björk Cortes, Björgvin Ívar Guðbrandsson, Margrét Hugadóttir og Torfi Hjartarson (2016) Skapandi skóli - rafbók Menntamálastofnun. Reykjavík Bókin er full af hugmyndum en kaflinn Tækni og tjáning er um upplýsingatækni í skapandi skóla.

Vefurinn Spjaldtölvur í Kópavogi er alltaf að verða efnismeiri og betri, með mikið af leiðbeiningum og kennsluhugmyndum.

LEIKEY - vefur um tölvuleiki og tækni í menntun, Salvör Gissurardóttir

Netnám - vefur Reykjavíkurborgar

Á námskeiðinu Samspil urðu til þó nokkur vefnámskeið um UT í skólastarfi.

Upplýsingatækni - Vefur Garðaskóla unninn af Hildi Rudolfsdóttur

Ingileif Ástvaldsdóttir- skrifar reglulega bloggfærslur um rafræna kennsluhætti

Anna María Kortsen Þorkelsdóttir og Fjarnámsvefur Breiðholts sem hún sér um

Snjallvefjan - Vefur Helenu Sigurðardóttur, kennslumyndbönd og fróðleikur

Handraði Oddeyrarskóla, Þelamerkurskóla og annara áhugasamra.

Snjallkennsluvefurinn - Hans Rúnar Snorrason, mikið af myndböndum um Google umhverfið

Gott kaffi- vefur Björgvins Ívars er að ganga í gegnum endurnýjun og lofar mjög góðu

Vefur Álfhildar Leifsdóttur á Króknum, blogg um kennslu, tækni & forritun http://alfhildur.com/

http://mimisbrunnur.is/ listar fyrir forrit, vefsíður ofl á íslensku.

http://ingvihrannar.com/ Pistlar, gögn, leiðbeiningar og fínn innblástur

Einnig er hér spilunarlisti með þó nokkrum kennslumyndböndum fyrir kennara

Facebook-hópar nokkrir eru öflugir og í þeim má finna mikið af reynslu og þekkingu. Hópurinn Upplýsingatækni í skólastarfi er flottur og gagnlegur.

Svo mæli ég með hópunum:

    • Náttúrufræðikennarar

    • Skólaumbótaspjallið