Efnið sem hér er tekið saman er fyrir námskeiðið Sögurgerð og skapandi vinna með upplýsingatækni á yngsta stigi grunnskólans.
Lýsing: Upplýsingatækni verður ekki aðgreind frá skóla- og frístundastarfi nútímans. Hún er eðlilegur hluti af samfélaginu og mikilvægt verkfæri þegar kemur að því að beita nútímalegum aðferðum, styðja við skapandi starf og búa nemendur undir framtíð sem felur í sér margar nýjungar á sviðum tækninnar. Farið verður yfir leiðir til skapandi vinnu í sögugerð með aðstoð upplýsingatækni.
Fyrri daginn ræðum við um einfalda möguleika og prófum tvö forrit
Seinni daginn skoðum við flóknari möguleika og prófum a.m.k. tvö önnur forrit.
Svo kíkjum við kannski á þessa síður þar sem hægt er að láta teikningar dansa og lifna við.
Í yngstu bekkjunum erum við oft að skrifa sögur. En fyrir ung börn sem eru rétt að ná tökum á ritmálinu þá getur það verið heftandi miðill fyrir frjóa huga sem hafa frá svo mörgu og stórkostlegu að segja.
Þar getur tæknin hjálpað til og hægt er að segja miklu lengri og flóknari sögur með hjálp hennar.
Allt frá því að nota einföld verkfæri eins og Chatterpix kids , til aðeins flóknari eins og Puppet pals og svo til þess að gera sögur með hikmyndum og grænskjá.
Sjá meira á síðunum:
Við skulum ekki hengja okkur í þrönga skilgreiningu á hvað sé sögugerð. Hún getur verið allskonar:
stuttar kveðjur, t.d. afmæliskort, eða jólakveðja
Skáldaðir textar Læsisvefurinn - eða sögur
Frásagnir samdar frá grunni
endurgerð af þekktum sögum sem unnir er með t.d.
Gullbrá https://dileprojekt.wordpress.com/2018/02/19/82/ sjá myndband neðarlega á síðunni
Sjá fleiri hugmyndir úr handbókinni Beinagrindur - sem mætti líka útfæra með tækni
Tilbúin gögn:
Legókalla, kubba og önnur leikföng
munir sem tengjast umfjöllunarefninu, seglar, laufblöð, skeljar.....
Nemendur búa til persónur og sögusvið úr áþreifanlegu efni t.d.:
teikna
leira
tálga
prjóna
klippa og líma
dúkkulísur
Nemendur búa til stafræn gögn:
Teikna persónur í ýmsum forritum
Taka myndir og vinna úr þeim persónur og bakgrunna
Hægt er að lesa mjög margt um söguborð á netinu.
Wikipedia hefur þetta að segja: Söguborð er myndræn framsetning með teikningum, myndum eða skissum settar fram í röð til að sýna atburðarás. Söguborð eru notuð sem mynræn handrit til að sjá fyrir hvernig kvikmynd, teiknimynd eða gagnvirka miðlun kemur til með að líta út. Söguborð var í upphafi þróað af Walt Disney-fyrirtækinu í kringum 1930 í tengslum við teiknimyndir sem fyrirtækið gerði.
Fjóla Þorvalds hefur notað söguborð með sínum leikskólanemendum og í Skapandi skóli er talað um söguborð, eins og á vefnum Margmiðlun-kvikmyndagerð frá MMS og Björgvin Ívari
Þar sem margir nota Canva- þá eru þar mörg sniðmát fyrir söguborð
Hér eru einföld sniðmát í Google slides sem þið getið afritað og notað.
Sticker story Í Sticker Story er hægt að búa til sögu með því að líma inn allskonar „límmiða“. Þegar að bókin er tilbúin er hægt að skoða hana í appinu, flytja í iBook eða deila sem PDF með fjölskyldu og vinum.
Storyboard that https://www.storyboardthat.com/ Inniheldur myndir og bakgrunna sem hægt er að breyta og raða saman í mynd
Hér er stikla gerð í iMovie, sýnir grænskjá vinnu og hikmyndir