Efnið á þessari síðu er skipt í undirsíður eftir virkni verkfæranna eða námsgreinum:
Spurningagræjur - ss. Socrative, Quizzes, Kahoot
Hér fyrir neðan má svo lesa um ýmis önnur verkfæri sem falla ekki í flokk, eða í marga og gagnast í kennslustofunni
Er ofureinfalt verkfæri fyrir kennara til að nota við daglega bekkjarstjórn og skipulag. Þar er autt borð með mörgum hagnýtum verkfærum, klukku, niðurteljara, verkfæri til að velja nemanda af handahófi, texta og teikningar, auk umferðaljósa og hávaðastig.
Búðu til eigin bingóspjöld, jafnvel með texta https://myfreebingocards.com/
Á www.classtools.net má finna ýmislegt skemmtilegt t.d. Starwars byrjun þið smellið niðri á edit, breytið að vild og smellið svo á save, ákveðið lykilorð og geymið það vel til að geta breytt síðar. http://www.classtools.net/movietext.
Einnig er þar hægt að búa til leikinn Connect fours sem við þekkjum kannski betur sem útsvarsleikinn.
Hér er sýnishorn af slíkum leik með stafrænum verkfærum: http://www.classtools.net/connect/201608_5F4A8k
Hot potatoes, frír hugbúnaður til að búa til fjölvalsspurningar, verkefni með stuttum svörum, orðarugl, krossgátur, pörunarverkefni og eyðufyllingarverkefni. Þar svo að vista og hýsa annarsstaðar. (dæmi um fjölvals verkefni, dæmi um krossgátu )
Quia veflægt tæki hægt að búa til 16 mismunandi námsleiki með 10 mismunandi spurningagerðum fyrir $49 nemendur þurfa ekki að skrá sig inn, en það er hægt og þá að sjá hvernig þeim gengur.
Super Teacher tools - Ýmis veflæg forrit sem nýtast mjög vel í kennslu, (t.d. velja nöfn af handahófi, uppröðun stofu, tímavarsla og QR kóðar)
http://www.nvo.com/ecnewletter/teacherstools/ samansafn af efni fyrir kennara mikið til útprentunar, dagatöl, viðurkenningar, bókamerki.
Á námskeiðinu Samspil 2015 söfnuðu þátttakendur tenglum sem finna má hér á Pintrest. Þegar þetta er skrifað eru þeir 461!
Á þessari vefsíðu er margt gagnlegt að finna en svo margt er til á hinu víðfeðma interneti. Á pintrest eru kennarar duglegir að safna hugmyndum. Hér að neðan er mitt safn á Pintrest af ýmsum verkfærum eða græjum sem gagnast geta.
https://www.triple-agent.com/ Leikur í snjalltækum
Flippity https://flippity.net/ þar er hægt að breyta listum í ýmsilegt, hópa, velja nafn, ýmsa leiki....