Einn af kostum við myndskeið er að þau geta sýnt hluti sem eru of hægir eða of hraðir.
Þetta má gera á ýmsa vegu. Til eru smáforrit fyrir spjaldtölvur og snjallsíma sem gera þetta. Trúlega er ekki hægt að gera mikið með þeim en þó, í fljótheitum sýnist mér að hægt sé að hægja niður í 1/8 af raunhraða eða 5x hraðar.
Hér er t.d. listi yfir forrit fyrir android tæki.
Hin hliðin er að horfa á myndbönd sem gerð hafa verið með fullkomnari tækni og sjá þá hröðu og hægu hlutina.
Hér til hliðar eru the Slo Mo Guys, skemmtilega vitlausir en gera mikið af hægum myndböndum, hér t.d. af skál sem syngur og bylgjurnar sem myndast sjást vel.