Klukkur er gott að nota í tímastjórnun í bekkjunum.
Prófið að nota klukkur til að stýra tíma í kennslustund, t.d. 3 mínútur í tiltekt, skrifa í 5 mínútur.
Á þessari síðu er úrval af klukkum http://www.online-stopwatch.com/ en þessi hér finnst mér skemmtilegust http://www.online-stopwatch.com/bomb-countdown/ Verst við þessa síðu eru auglýsingarnar en.þær hverfa ef maður fyllir út í skjáin (use timer full screen)
Á youtube eru líka myndbönd sem eru með tónlist og myndum sem henta ungum nemendum.
Leitarorð: timer x mín
Koma upp fullt af möguleikum með og án hljóðs
Einföld leið er líka að nota Google leit Googlið "timer X minutes og færð þá þetta sem myndin frá Hans Rúnari sýnir.
Er ofureinfalt verkfæri fyrir kennara til að nota við daglega bekkjarstjórn og skipulag. Þar er autt borð með mörgum hagnýtum verkfærum, klukku, niðurteljara, verkfæri til að velja nemanda af handahófi, texta og teikningar, auk umferðaljósa og hávaðastig.
Í snjallskjám má líka finna innbyggðar klukkur og einfalda leiðin væri að varpa henni á skjáinn, og um að gera að benda nemendum á að nota þær.
En líka eru til ýmis sérhæfð öpp
t.d. þetta https://apps.apple.com/us/app/fun-time-timer/id652296774
Margar hugmyndir hér eru svar við fyrirspurn í hópnum Upplýsingatækni í skólastarfi- takk fyrir góðar hugmyndir