Storyjumper er verkfæri til að búa til veflægar bækur. 'i kerfinu er mikið af myndum og bakgrunnum en einnig er hægt að flytja inn eigin myndir.
Skemmtileg virkni er að geta púslað saman myndum og hópað (group) þær saman eins og sýnt er í myndbandinu hér að neðan.
Hægt er að bæða hljóðritun við síðurnar.
Hér er dæmi um bók unna í Storyjumper í samstarfi fjögura leikskóla í eTwinning verkefni um dyr, hér hafa börnin teiknað myndir, svo teknar af þeim ljósmyndir sem færðar inní bókina.
Þegar þetta er skrifað er frítt að nota Storyjumper á netinu en hægt er að panta prentaða útgáfu af bókinni.