Bitmoji er app sem tengist mörgum samfélagamiðlum en kannski aðallega Snapchat, þegar Covid19 faraldurinn helltist yfir okkur fundu kennarar þetta sem leið til að gera efnið sitt persónulegra og dæmi um það má sjá hér í forsíðunni þar sem ég nota mína táknmynd til að heilsa ykkur.
Auðveldast er að gera þetta með því að sækja Bitmoji appið í síma eða spjaldtölvu og búa til sína táknmynd. Sækja svo viðbótina í Chrome vafrann og tengja þar við Bitmoji reikninginn þinn, þá er hægt að sækja ýmsar myndir, afrita eða vista og nota hvar sem er.
Sjá leiðbeiningar:
Hér er skjal með tenglum í allskonar leiðbeiningar
Kennara hafa svo notað Google slides, deilt sín á milli heilmiklu efni t.d. í þessum hópi:
https://www.facebook.com/groups/2568655663438916/?fref=nf
Gangi ykkur vel og góða skemmtun!
hér er hægt að fjarlægja bakgrunna https://www.remove.bg/upload