Eru öflugar í gagnasöfnun og tengjast mörgum smáforritum í símum og spjaldtölvum
Hljóðupptökur og skrár geta verið góð leið til að koma upplýsingum á framfæri fyrir börn sem ekki skrifa texta. Kennarar geta gert hljóðskrár með leiðbeiningum og upplestrir fyrir nemendur
Myndskeið tengir saman kosti hljóðs og myndar
Á vef Menntamálastofnunar er kennsluefni í myndvinnslu og kvikmyndagerð
Í meistararitgerð sinni um notkun myndavéla í náttúrufræðikennslu setur Þórunn Þórólfsdóttir kennari í Austurbæjarskóla upp þessa flokkun eftir viðtöl við sex kennara:
Að skapa minningar og vettvangur fyrir umræður
Að safna, flokka, greina og styrkja hugtök
Myndir í námsmati
Verklegar æfingar og tilraunir skráðar með myndavélum
Listrænt gildi náttúruljósmynda
Kostir sem fram komu í rannsókn Þórunnar: (bls. 56)
ljósmyndun höfðar til margra nemenda og að hún auki ánægju og áhuga á náminu
nemendur af erlendum uppruna, sem eiga erfitt með að tjá sig skriflega, gátu sýnt styrkleika sinn í myndrænni framsetningu.
ljósmyndunin höfðar til nemenda með ólík áhugasvið, margir nemendur blómstra við hönnun verkefna af þessum toga.
"Verkefnin virkja sköpunarkraft nemenda og fá þá til að gleyma sér við vinnuna. Jafnframt styrkja þau samvinnunám og samhjálp nemenda en allir kennarar velja að leggja þau fyrir sem samvinnuverkefni."
Sjá einnig: Þórunn Þórólfsdóttir (2011) Myndavélin við nám og kennslu í náttúrufræði,Tölvumál 1:36 http://www.sky.is/images/stories/Tolvumal/2011_proof_loka.pdf
•Úr skólastarfinu
•Af verkum nemendanna
•Af nemendunum sjálfum
•Myndir að heiman
•Verklegum æfingum
•Vettvangsferðum
•Ratleikjum „áskorun“
•Af vinnu nemenda?
•Af náttúru og umhverfi
•Til að flyta myndir og myndskeið frá símanum/myndavélinni okkar eru til margar leiðir, bæði ýmsar skýjalausnir eða með snúru.
Af þessum leiðum eru skýjalausnir bestar því þá eru allar myndir öruggar á einum stað.
Google Photos kemur með öllum android tækjum en hægt er að sækja forritið líka fyrir IOS tæki og nálgast svo myndirnar og búa til albúm og deila þaðan með tengli eða t.d. beint á Google sites. Frí 5G Fylgja
Sjá leiðbeiningar:
One Drive - allir Office 365 notendur hafa möguleika að vista myndir sínar á One drive. Nemendur í HÍ hafa t.d. 15 GB geymslu meðan þeir eru við nám. Tengillinn er mismunandi eftir vinnustöðum en svo getur þú líka stofnað þinn persónulega eða nota gamla hotmailið þitt ;) Frí 5 G fylgjar
Sjá leiðbeiningar frá Microsoft
iCloud - iPhone og iPad notendur þekkja iCloud, þar fylgir líka 5G frítt.
Margar aðrar þjónustur eru til t.d. Dropbox www.dropbox.com/home