Oft erum við í þeim aðstæðum að vilja vera saman að skrifa texta. Til þess eru ýmis verkfæri. Bæði Office pakkinn og Google Drive bjóða uppá slíkt bæði, ritvinnslu, töflureikna og glærugerð.
KeywWe er íslensk þjónusta í þróun, hér er dæmi um kubb frá þeim en í því kerfi er möguleiki að bjóða öðrum að skrifa með, safna glósum og tenglum.
Gott getur líka verið að nota einfaldar þjónustur sem krefnast engrar innskráningar t.d. titanpad og piratepad (sem nú er víst búið að loka). Við höfum notað það með góðum árangri með hópum t.d. að skrifa sameiginlegar glósur.
Hver notandi fær úthlutað sínum lit, þá má svo hreinsa út. einnig er hægt að skoða tímalínu skrifanna.
Prófið t.d. hér á pad.riseup.net og kvittið endilega fyrir komuna
Hér er annað þar sem ég safna tenglum fyrir veiru útkallið http://meetingwords.com/NUqmjy0oB6
Til eru þó nokkar þjónustur þar sem hægt er að setja upp töflu þar sem margir geta krotað saman, rissað upp hugmyndir, gert hugarkort, eða bara leikið sér í myllu.
Yfirleitt er þessi möguleiki innbyggður í fjarfundkerfi eins og Skype, Zoom ofl. en stundum er gott að hafa svona utan þeirra eða mörg borð í gangi í einu.
Jamboard frá Google - hér er prufuborð til að krota í
https://www.bitpaper.io/go/myllukeppni/Bkum9eFII bitpaper, er hvít tafla þar sem margir geta teiknað saman
Microsoft Whiteboard - hér er prufuborð til að krota í, einfalt og þægilegt, 5 pennar, texti og gulir miðar.