Til eru mýmörg og mismunandi kerfi til að halda utanum nám nemenda.
Kerfin bjóða uppá eitt, sumt eða allt af þessu:
að nemendur fá skipulega aðgang að þeim gögnum sem þau þurfa við námið
samskipti við kennara eða samnemendur
verkfæri til að búa til efni
svæði til að skila verkefnum sínum og fá endurgjöf
Háskólar á Íslandi nota núna kerfi sem heitir Canvas og Uglu, framhaldsskólar Innu í grunnskóla Mentor ofl. En svo er til allskonar.
Seesaw sem er rafræn námsferilsmappa þar sem kennarinn heldur utan um markmið og árangur hvers og eins. (í augnablikinu er þetta kerfi ekki notað vegna persónuverndar takmarkana (mars 2023)
íslendingarnir í https://costner.is/ hafa hannað kerfi sem þau kalla Kafteininn https://learncove.io/
KeyWe er líka íslensk hugsmíð, þau segja sjálf.
"KeyWe er forrit sem auðveldar aðgang kennara og nemenda að skólaverkefnum, geymir hugmyndir og vinnu þeirra á þægilegan auðleitanlegan máta og gerir kleyft að deila til annarra eða með öðrum. Með því að leggja áherslu á ímyndunarafl, sköpun og ólínulega varðveislu efnisins færir Keywe ábyrgðina úr höndum kerfis yfir í hendur nemandans. Með auknum lærdómi í Keywe og með stuðningi kennara hefur nemandinn úr fleiri og fleiri persónulegum hugmyndum að vinna úr. Hann sér hugmyndabanka sinn stækka, verður virkur þátttakandi í kennslustundum og með timanum hæfari til að sjá skapandi fleti á því sem lagt er á borð fyrir hann í tímum. "