Bækur

Bækur, þá aðallega rafbækur er hægt að búa til með ýmsum hætti.

  • með smáforritum eins og Book Creator, með ritvinnsluforritum, með glærugerðaforritum t.d. Power Point, eða Google slides
  • Þegar bók er gerð með google slides og ætlunin er að prenta hana út má breyta glærustærð yfir í A4 stærð. Til að breyta formati á glæru farið þið í file (skrá) og page setup (uppsetning síðu) og veljið custom og breytið t.d. í A4 í (8,27*11,69 eða mjög vinsæl stærð er líka 8,5*11) Sjá sýnishorn af bók gerð í Google slides
  • Inn í rafbækur má svo fella bæði myndir, myndskeið og hljóðskrár
  • Bækur má birta á til þess gerðum þjónustum t.d. Issuu eða með tengil á vefsíður. Oft má líka fella þær inní vefsíður eða flytja út sem pdf en þá gæti tapast myndskeið og hljóð.
  • Rafbækur geta nýst sem fréttabréf til að senda heim með nemendum, bókakynningar, bekkjarbók um nemendur og margt fleira.

Nánar um Book Creator

Rafbókavefurinn - góðar leiðbeiningar um rafbókargerð

Madmagz - vefþjónusta til að búa til veftímarit, sjá dæmi frá Margréti Þóru Einarsdóttur um Dönskunám í Brekkuskóla