Stafræn smásjá í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Til er alveg aragrúi af smásjám og seljendum þeirra. Þegar þið veljið smásjá er gott að hafa í huga atriði eins og aldur nemenda, hvað á að skoða, hvað þarf þá mikla stækkun. Algengar eru litlar og handhægar vélar sem stækka um 5-200x handhægar vélar sem fara vel í litlum höndum og henta til að skoða næsta nágrenni, hár, fingur, laufblöð, skordýr, steina of.
Til eru stærri vélar sem henta betur t.d í framhaldsskólum og líkjast meira vélum sem notaðar eru af fagfólki.
Nokkra söluaðila stafrænna smásjáa má fnna hér á vefsíðu Nátúrutorgs,
Dæmi um litlu vélarnar eru t.d. frá A4.
Easi-Scope vélar frá TTs bæði með snúru og þráðlausar sem tengjast með wifi.
Með vélunum fylgir yfirleitt hugbúnaður sem auðvelt er að setja upp. Hugbúnaðurinn kemur enn á CD diskum en má líka nálgast á vefsíðum framleiðenda.
Af þessum vélum eru egglaga vélarnar góðar fyrir yngri nemendur en Flexi-Scope vélin hefur stækkun uppí 200x og hugbúnað þar sem hægt er að mæla og umreikna í raunverulega stærð hlutanna svo hún gæti hentað eldri nemendum.
tts Easi-scope bláu rörin eru sett framan á vélina og hægt að bera beint að og setja yfir það sem verið er að skoða.
Fingurnögl vísindamannsins
Tekið með Easi-scope - erfitt er að elta lífverur á hreyfingu
uhandy eru færanlegar linsur sem smellt er uppá snjalltæki, minni linsan er á stærð við þvottaklemmu og er auðveld í notkun. Sú stærri hefur meiri stækkun og er lítið fyrirferðameiri.
https://a4.is/product/uhandy-mobile-microscope-1 U handy Mobile Microscope
https://a4.is/product/uhandy-mobile-microscope#uhandy-mobile-microscope Hi mag lense
sama lauf tekið með síma