Qr- kóðar geta verið mjög nytsamlegir í skólastarfi. Erfitt getur verið að slá inn langar slóðir á snjalltæki og þá er hentugar að beina myndavélinni að QR- kóða sem beinir okkur beint að því efni sem skoða á.
Hægt er að beina að texta, vefslóðum, t.d. námssíðum, tónlist, myndbönd, skipulagi og fleirra.
Með þeim er hægt að
beina foreldrum að upplýsingum, t.d. með því að líma kóððann upp í fataklefa
dagatali
vefsíðum
myndum
Beina börnum að upplýsingum
vefsíðum t.d. á mms.is, eða leikjum
lögum til að syngja og hlusta
hljóðskrá með upplestri, t.d. fyrir þá sem eru með lestrarörðugleika að fá textann lesinn, eða fjöltyngda nemendur að heyra orð og texta á íslensku
vefsíðum
hlaðvarpsþáttum
leiðbeiningum
myndum
setja fram leiðbeiningar í ratleikjum
Að búa til qr kóða er einfalt, svo einfalt að leikskólabörn ráða við það.
Til þess notum við þjónustur sem heita eitthvað qr generator-maker-creator t.d.
https://www.qrcode-monkey.com/ hér er hægt að velja lit á kóðann og setja logo í miðjunna.
Eða https://www.the-qrcode-generator.com/
Þar setjið þið inn texta eða slóð sem beinir að hljóðskrá, myndbandi, mynd eða vefsíðu sem kóðinn á að vísa á.
Hér er sagt frá verkefni á sænskum leikskóla sem er þátttakandi í DILE verkefninu.
Hvert leiða þessir þrír þig?