Í smiðjuvinnunni höfum við séð mörg dæmi þess að verkefni eru sett upp þannig að nemendur forrita örþjarka og búa til gerfi á þá, hér að neðan eru tvö dæmi um slíkt af Sphero námskeiði hjá Ingva Hrannari.
Í fyrra tístinu sést að búið er að gera þjarkana að nornum, kindum, köttum og öðrum persónum, svo er greinilega notaður grænskjár og tekin upp saga þar sem þjarkarnir hafa verið forritaðir til að ferðast um og blikka og annað sem þeir geta til að henta sögunni.
Í seinna tístinu eru þjarkarnir komnir í búning og eiga að berjast við að sprengja blöðrur frá hvor öðrum.