Flipgrid

Flipgrid er verkfæri sem kennari getur notað til að safna svörum eða viðbrögðum nemenda með myndskeiðum.

Kennari stofnar sér reikning á https://flipgrid.com/ setur svo upp svæði eða "grid" fyrir bekkinn og innan þess svo mörg mismunandi topic.

Nemendur geta notað app fyrir ios tæki og android, eða tölvur með myndavél og hljóðnema til að taka upp sín myndbönd. Kennari og nemendur geta svo svarað með öðru myndbandi en kennari getur líka gefið lokaða endurgjöf. Ekki er verra að hægt er að leika sér með allskonar stimpla.


Ingileif Ástaldsdóttir lýsir því hvernig hún notar Flipgrid í lestri með barnabörnunum og segir frá nokkrum dæmum.

Önnur dæmi gætu verið að nemendur:

  • kynni sig
  • lesi upp framburðaræfingu
  • sendi kennara heimalestur
  • segi frá sögupersónu
  • lýsi tilraun
  • ... og svo bara endalaust

Hér fyrir neðan eru svo tvö ágæt leiðbeininga myndbönd fyrir kennara.

Microsoft keypti nýlega Flipgrid (Maí 2018) og sem stendur er það frítt.