Eitt af því sem við þurfum að velta fyrir okkur er hvernig upplýsingatækni þróast í skólastarfi. Við vitum að hún er búin að vera í skólum lengi en samt erum við enn að glíma við að nota hana í kennslu. Ýmsir fræðimenn hafa velt þessu fyrir sér. Ég hef haldið því fram að þetta sé verkefni sem við verðum sífellt að glíma við því að tæknin er alltaf að þróast. Á þessum síðum á ég t.d. eftir að fjalla um forritun og sýndarveruleika og þjarka, makey makey, litle bits, Makerspaces, sköpun og.... kannski fæ ég bara einhvern annan í það!
Hér að neðan eru tvö líkön um þróun UT í skólastarfi. Báðir ganga út frá því í skrifum sínum að þessi þróun gerist svona og að þetta gerist ekki á einum degi.
Peter Twining er sá sem ég hef mest stuðst við í þessum pælingum. Í líkani hans er skoða hvað breytist, inntakið og vinnubrögðin, hvorugt eða bæði.
Ruben Puentura er fræðimaður sem sett hefur einnig sett fram líkan um þróun upplýsingatækni í skólum. Hann gengur aðallega út frá eðli þeirra verkefna sem nemendur fá að takast við. Sjá: http://www.hippasus.com/rrpweblog/ Hér að neðan má finna íslenskar þýðingar á því.
Hér er mín þýðing.
Ingvi Hrannar Ómarsson á Sauðárkróki hefur bæði þýtt líkanið og skrifað um það hér.