#snjallirnemendur er myllumerki sem tekið var í notkun í mars 2019
Á sunnudaginn 24. mars, kl. 11-12 ætla Björn Gunnlaugsson (@bjorngunnlaugs) og Álfhildur Leifsdóttir (@AlfhildurL) að stýra #menntaspjall'i til að vekja athygli á átakinu #snjallirnemendur (sjá nánar https://www.facebook.com/groups/813050209064892/). Undanfarið hefur verið töluverð umræða um snjalltæki nemenda og áhrif þeirra á náms- og félagslegt umhverfi þeirra. Hafa sumir gengið svo langt að banna þau alfarið innan skóla. Öðrum finnst að þar er litið framhjá jákvæðum áhrifum á nám og kennslu. Með átakinu #snjallirnemendur er ætlunin að vekja sérstaklega athygli á hversu snjalla nemendur við eigum í skólunum og jákvæðar hliðar snjalltækja- og tækninotkunar sem má sjá hjá þeim, bæði innan og utan skóla.