Toontastic er til bæði fyrir Android og iOs og virðist frítt og auglýsingalaust. Það má nota til að gera teiknimyndir með tilbúnum persónum, munum og bakgrunnum.
Mynd hér að ofan frá Óskari Gunnarssyni.
https://toontastic.withgoogle.com/
"Nemendum fannst verkefnið það skemmtilegt að þegar þau voru búin að ljúka við sína sögu þá spurðu þau hvort þau mættu búa til aðra. Þegar nemendur þurfa að skrifa sögu í stílabók þá eru þau misvirk og nokkrir nemendur vilja skrifa algjört lágmark af texta. Það vandamál var ekki til staðar þegar þau voru að gera sína sögu í Toontastic. Sögur nemenda voru líflegri, lengri og fjölbreyttari. Kostir Toontastic eru ótvíræðir. Það er í raun bara einn galli og hann er að vegna fjölda nemenda þá getur verið erfitt að láta alla talsetja á sama tíma. Ég leysti það með því að leyfa nemendum að vinna verkefnið utan skólastofunnar. " https://sites.google.com/view/skolathroun/heim/toontastic