Á vefnum Spjaldtölvur í Kópavogi eru útikennsluhugmyndir sem margar tengjast UT og myndatökum.
-----------------------------
Í meistararitgerð sinni um notkun myndavéla í náttúrufræðikennslu setur Þórunn Þórólfsdóttir kennari í Austurbæjarskóla upp þessa flokkun eftir viðtöl við sex kennara:
Að skapa minningar og vettvangur fyrir umræður
Að safna, flokka, greina og styrkja hugtök
Myndir í námsmati
Verklegar æfingar og tilraunir skráðar með myndavélum
Listrænt gildi náttúruljósmynda
Kostir sem fram komu í rannsókn Þórunnar: (bls. 56)
ljósmyndun höfðar til margra nemenda og að hún auki ánægju og áhuga á náminu
nemendur af erlendum uppruna, sem eiga erfitt með að tjá sig skriflega, gátu sýnt styrkleika sinn í myndrænni framsetningu.
ljósmyndunin höfðar til nemenda með ólík áhugasvið, margir nemendur blómstra við hönnun verkefna af þessum toga.
"Verkefnin virkja sköpunarkraft nemenda og fá þá til að gleyma sér við vinnuna. Jafnframt styrkja þau samvinnunám og samhjálp nemenda en allir kennarar velja að leggja þau fyrir sem samvinnuverkefni."
Sjá einnig: Þórunn Þórólfsdóttir (2011) Myndavélin við nám og kennslu í náttúrufræði,Tölvumál 1:36 http://www.sky.is/images/stories/Tolvumal/2011_proof_loka.pdf
Rafbók um tré
•ÚTI: Afmarkið svæði á lóðinni, takið 1 laufblað af hverju tré af afmarkaða svæðinu, takið mynd af hverri tegund sem þið sjáið.
•INNI iPad – Book creator, bók um trén, mynd, tegundanafn, fjölda, stærð, villt eða plantað?
–Hafið eina bls um ástand trjána, virðast þau vera heilbrigð, hafa nóg vatn? Áburð? Skjól?
• sýnt virkni og látið sig varða nánasta umhverfi og lífskilyrði lífvera í því (hæfniviðmið úr aðalnámskrá)
Brúðuleikhús um skordýr
•ÚTI: takið myndir af skordýrum, reynið að ná eins mörgum tegundum og þið getið
•INNI iPad – Puppet pals, gera sögu/heimildaþátt um valið skordýr, setjið inn mynd, hljóð og texta. (hvar lifir dýrið, á hverju nærist það, osfv.)
–útskýrt einkenni lifandi vera skýrt með dæmum lífskilyrði lífvera og tengsl við umhverfið (hæfniviðmið úr aðalnámskrá)
Hér eru tvö dæmi um ljósmyndir úr verkefnum nemenda í Flúðaskóla http://nemar.fludaskoli.is/00hekla/
Í annari hefur eitthvað forrit verið notað til að skrifa inná myndina skýringar um ljóstillífun, á hinni hefur nemandinn tekið mynd af hugarkorti til að birta á blogginu sínu.