padlet

Padlet er einfalt verkfæri til að búa til vefveggspjöld.

Þið getið stofnað stök borð en því fylgja takmörkuð völd og hætta á að þau týnist. Þið stofnið reikning og getið þá stjórnað útliti, viðmóti og slóðinni að borðinu auk annara þátta.

Fyrir notandann er þetta einfalt. Hann bara smellir hvar sem er eða á bleika plúsinn niðri í hægra horninu og getur svo sett inn slóðir, myndir og texta. Hér er Padlet með leiðbeiningum um Padlet frá Helenu Sigurðardóttur

Hér fyrir neðan er borð sem þú mátt skrifa eitthvað á.

Hér er dæmi um verkefni nemenda þar sem allir nemendur skila á eitt Padlet borð.