Puppet pals

Puppet pals er smáforrit fyrir bæði Android og ios snjalltæki.   Í forritinu vinnur notandinn með nokkurskonar dúkkulísur sem eru hreyfðar á sviði.  Leikritið er tekið upp og fylgir hjóð með.

Í leikritinu geta verið margar persónur og nokkrir bakgrunnar eða leiksvið. 

Myndskeiðið sem til verður fer í myndasafn tækisins og þangað er hægt að flytja það annað þar sem ætlunin er að nota það og sýna.

Leikritin gta verið um hvað sem er og þurfa ekki að takmarkast við sögur um prinsessur og dreka heldur geta verið útskýringar í stærðfræði, á virkni segla, mannkynssögu og hverju því sem nemendur og kennarar finna uppá.

https://itunes.apple.com/is/app/puppet-pals-hd/id342076546?mt=8 Frí útgáfa

Hægt er að sækja ókeypis útgáfu en þá er ekki hægt að nota eigin myndirþ $6.19, Directors pass til að geta notað eigin bakgrunna og persónur  $1,23 pr pakka af viðbótar persónum

Kennslumyndbönd

Leiðbeiningar frá Fjólu Þorvaldsdóttur um Puppet pals forritið.

Texinn og myndböndin eru af vef hennar https://vefsafn.is/is/20220122022220/http://fikt.kopavogur.is/kennslumyndbond/ sem var hluti af meistaraverkefni hennar frá Menntavísindsviði Háskóla Íslands

Myndband 1 – Kynning á smáforritinu Puppet Pals.
Í þessu myndbandi er sýnt hvernig á að sækja forritið og helstu stýringar kynntar lítillega. (4.46 mín)

Myndband 2 – Að leika leikinn

Í þessu myndbandi er sýnt hvernig hægt er að hreyfa persónurnar til, snúa þeim og hvernig hægt er að taka upp, vista leikinn og breyta í myndband. (5.07 mín) 

Myndband 3 – Að búa til persónur/leikendur og bakgrunna

Í þessu myndbandi er kennt að búa til eigin persónur og bakgrunna. (5.33 mín 

Myndband 4 – Sögugerð

Í þessu myndbandi er kennt hvernig hægt er að útbúa sögu alveg frá grunni. Hvernig hægt er að útbúa söguborð til þess að auðvelda börnunum að ákveða söguþráðinn, útbúa leikendur og bakgrunna og taka upp. Í lokin er svo mælt með því að börnin fái að halda „Bíó“ fyrir alla í leikskólum (Sjá nánar í kennsluáætlun). (6.30 mín) 

í myndbandinu Upplýsingatækni í Álfaheiði má finna amk tvö myndbönd gerð með Puppet Pals, fremst um bílaviðgerðir og aftarlega um afmæli.

Hægt er að vinna allskonar verkefni með forritinu, þó að það byrji allt með prinsessum og drekum, þá geta persónurnar verið hvað sem er: