Það þarf ekki að hittast til að gera video margir saman, það má gera með því að taka upp skjáinn, vera t.d. allar á zoom, eða facetime, eða skipta milli ykkar verkum, taka upp sitthvorn bútinn og klippa þá saman í t.d. windows video editor, sem er hluti af Windows 10, eða í imovie ef þið eigið þannig tæki.
Uppáhaldsverkfærið mitt til að taka upp skjáinn minn er lítil viðbót fyrir Chrome vafrann sem heitir screencastify, hér eru ágætis leiðbeiningar: https://help.screencastify.com/article/224-how-to-make-your-first-recording
Galdurinn er að þú tekur upp og upptakan vistast á Google drive þar sem auðvelt er að dreifa þaðan eða hlaða beint uppá youtube.
Með fríu útgáfunni geta myndskeiðin mest verið 5 mínútur en ársáskrift kostar um 50 dollara.
Ef þú vilt taka upp skjáinn þinn og fá mp4 skrár sem hægt er að klippa saman er gott að kíkja á OBS studio, sjá nánar hér
https://screencast-o-matic.com/ er svipað verkfæri
Önnur leið er að nota powerpoint - gera fínar glærur, taka upp tal yfir þær og vista svo sem mp4, hér er gott myndskeið sem útskýrir þetta í smáatriðum
Vefurinn https://vefir.mms.is/margmidlun/kvikmyndagerd/ Margmiðlun stafræn miðlun er með mörg myndbönd sem leiðbeina um ýmsa þætti kvikmyndagerðar
Hér á vef spjaldtöluverkefnisins í Kópavogi eru ábendingar um öpp til að gera myndbönd https://spjaldtolvur.kopavogur.is/category/myndbandagerd/
Á mínum vinnustað höfum við aðgang að ýmsum forritum sem nýtast við að taka upp fyrirlestra, leiðbeininar, umræður oft bæti með skjá og flytjanandum í mynd, jafnvel áheyrendum líka ef vill.
Forrit eins og Panopto, Zoom, og Teams. Þau má kynna sér á síðu UTS
Zoom er reyndar til frítt, til að funda en ekki taka upp.
Að klippa og setja saman
Þegar kemur að því að fást við myndbúta, að klippa til og setja saman tökur, myndbúta og jafnvel texta eða kyrrmyndir í bland koma mörg áhöld til greina. Nemendur eða hópar með Makka geta notað iMovie og margir þekkja Windows Movie Maker fyrir Windows-kerfi en sá hugbúnaður er ekki lengur í þróun. Appið Photos eða Myndir má hins vegar finna í Windows 10 og það þykir hentugt við einfalda klippivinnu og stuttmyndagerð. Þá er farið þar í Video Editor eða Myndbandsverk til að klippa saman kyrrmyndir, myndskeið og textaskjámyndir og beita bæði hrifum (e. effects) og hljóðum. Hér má lesa sér til um hvernig farið er að:
Hér er líka yfirlit um sjö gjaldfrjáls myndklippiforrit sem gætu komið í stað Windows Movie Maker. Þar er Video Editor eða Myndbandsverk í Photos eða Myndir efst á blaði:
DIGITAL CITIZEN: Windows Movie Maker - Download the 7 best free alternatives (Tenglar á ytra svæði.)
Hér eru svo tvær nýlegar myndir sem lýsa nokkrum gjaldfrjálsum myndklippiforritum. Á sum tekur nokkurn tíma að læra og sum kunna að takmarka upplausn við vistun ef ekki er borgað fyrir hugbúnaðinn en öll eru þau öflug og gjaldfrjáls að því marki sem ætti að duga flestum.
Frá Torfa Hjartarsyni