Green screen er nýja uppáhaldi mitt. Það gefur svo mikla möguleika á sköpun og með smáforritum og spjaldtölvu er þetta leikur einn.
ps. hvað er þetta kallað á íslensku?
Það eru nokkrar leiðir til að búa til svona myndbönd
hér eru leiðbeiningar með ipad https://youtu.be/8lR0GEV5T14
iMovie er frábært og einfalt í svona vinnu.
GREEN screen í Android
ef við viljum gera green screen í android tæki þá mælum við með Capcut klippiforritinu
en það er til fyrir öll tæki og stýrikerfi.
Hér eru leiðbeiningar á youtube fyrir snjalltæk
i og hér fyrir tölvur
Svo ef þið eruð að blanda saman hikmynd (stopmotion) og grænskjá þá er hægt að gera það bæði í keyptu útgáfunni af Stopmotion studio
Hér sýnir Guðbjörg Guðmannsdóttir kennari í Eyjum hvernig myndband er unnið með Doink appinu.
Björgvin Ívar http://www.flat8.co.uk/ sýnir hér með félögum sínum hvernig Green Screen möguleikinn virkar í iPad
Hér er einföld uppsetning, tjald með viðeigandi hengi. Þetta var keypt á AliExpress fyrir litinn pening, en svo má líka mála veggi, en að eiga svona grænt tau býður uppá allskyns möguleika eins og sést á síðunni neðst.
Hér hefur margt gerst
börnin hafa teiknað bakgrunnin
börnin hafa mótað múmínálfana í leir
leirálfarnir sumir hafa verið skannaðir og svo prentaðir í þrívíddarprentara
svo er myndbandið gert með Green screen appi, líklega með fígururnar á grænum stöngum, ef ég ætti að giska.
Þetta myndband gerðum við í fyrstu tilraun við að prófa að vinna með "green screen" ein taka engar klippingar. Hentum þessu saman í iMovie, Svo auðvelt!
Við höfðum verið í heimsók í leikskóla um morguninn og sögðum bara frá því sem við höfðum séð.
Vantar reyndar 5 sekúndur framan á mitt skeið.
Fullt af hugmyndum um hvernig hægt er að leika með green screen í leikskólum frá Klaus Thestrup og félögum í Aarhus.