forritun er hægt að kenna frá unga aldri og á þessari síðu eru talin upp allskyns græjur til þeirra verka.
Hér er ítarleg bæklingur frá Vísindasmiðjunni þar sem fjallað er um ýmis verkfæri og gefnar leiðbeiningar og verkefnahugmyndir.
Alice er vefforit sem notað er til að kenna nemendum einföld atriði i forritun.
Sphero, Dot og Dash eru forritanleg leikföng sem vinna má með á fjölbreyttan hátt.
Þessi texti er fenginn frá +Ásgerði Helgu Guðmundsdóttur
Sphero er hannaður til að ýta undir forvitni, sköpun og nýjar uppgötvanir með gangvirkum leik og forritun. Auðvelt er að læra forritun, leysa skemmtileg og áhugaverð verkefni og leyfa öðrum að njóta sköpunar sinnar. Möguleikarnir eru óþrjótandi og það besta er að það geta allir verið með. Í forritinu sem notast með Sphero er hægt að fá fullt af hugmyndum og einnig hægt að fá uppgefna kóðun með verkefnum.
Dash er stór skemmtilegur og hefur m.a. hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnun sína. Vélmennið er einfalt í notkun og kemur með nokkrum smáforritum sem henta mismunandi aldri og getu forritarans. Hægt er að fá ýmsan aukabúnað með tækinu eins og jarðýtubúnað, boltakastara, legófestingar og sílófón. Dot er litli bróðir Dash en það er einnig hægt að fá aukabúnað með honum og gera margt skemmtilegt.
Á Miðstöð skólaþróunar á Akureyri hefur verið teknar saman góðar leiðbeiningar og verkefnahugmyndir
Bók frá Ingva Hrannari um Sphero hér til hliðar
og ríkulegur bloggpóstur:
https://spjaldtolvur.kopavogur.is/sphero-forritunarleg-kula/
Verkefnahugmyndir með sphero:
Teikna formin í stærðfræði (sjá leiðina sem þeir fara og þar er formið). Fara eftir brautum (golfbrautum) og hafa skipanir (skipta um lit og segja hljóð) inn á milli. Vera með tvo Sphero og gera spegilmyndir. Gera leikrit eins og Ingvi Hrannar hefur kynnt. Búa til dans við lag
Það sem Guðríður sagði gott fyrsta verkefni að láta krakkana finna út og skrá hvernig hægt er að keyra 1 metra á fimm vegu, breyta hraða og tíma...
https://edurobots.eu/sphero-spelling-and-programming-4/
Frá Dalvík: https://docs.google.com/document/d/16CHDGR5lDedY4Y2EifIW20WsfqRmljfzMaoGaMsEMYs/edit
https://teachingwiththeipad.com/sphero-coding-projects/
Lego Wedo er svipað og hið klassíska legó sem allir þekkja en með viðbættum forritunarmöguleikum. Nú er hægt að búa til sín eigin vélmenni og forrita þau til að gera alls kyns verkefni og þrautir.
Lego Wedo var hannað til að kveikja forvitni og ýta undir sköpunarkraftinn.
Ozobot eru litlir róbótar sem hægt er að forrita með spjaldtölvu eða með litakóðum. Litakóðunin er sérstaklega skemmtileg þar sem að Ozobot getur greint línur, liti og kóða bæði á pappír og stafrænu yfirborði, svo sem á spjaldtölvu. Auðvelt er að læra kóðana og búa til þrautabrautir og völundarhús fyrir róbótann. Ozobot eru fyrirferðarlitlir en bjóða upp á marga áhugaverða og skapandi möguleika, þeir hafa þann kost að hægt er að forrita þá bæði með skjá og án.
Ozobot passa vel bæði í leik- og grunnskólum. Þeir eru þróaðir með það í huga að nám eigi að fara fram í gegnum leik og samvinnu.
Smáforritið Ozoblockly er skylt Ozobotunum
Code-a-Pillar - Fisher Price coding for kids.
Til eru allskonar smá þjarkar sem eru forritaði með hnöppum á bakinu þeim.
Á Miðstöð skólaþróunar á Akureyri hefur verið tekið saman góðar leiðbeiningar og verkefnahugmyndir.
Hér er færsla á Twitter þar sem búið er að færa allar býflugurnar í búning - flott samþætt vinna á yngsta stigi.
Minecraft education fyrir spjaldtölvur
Microbit eru örtölvur, verkefnið Kóðinn http://krakkaruv.is/heimar/kodinn tengist þeim þar sem finna má verkefni og leiðbeiningar auk upplýsinga um keppnir.
Lilja og Eysteinn á Höfn skrifa slatta um Micro:bit á blogginu sínu
Box Island
Scratch jr.
https://octostudio.org/ frá höfundum Scratch, til fyrir IOS, android og Chromebook.
OSMO eru nokkur smáforrit fyrir iPad, OSMO coding, og OSMO Coding jam kynna bæði grunn forritun
Rasperry pi, er örtölva sem hægt er að byggja utanum, og tengja allskyns íhlutum.
Cubetto eða Kubbur eins og hann er gjarnan kallaður á íslensku er vélmenni sem kennir leikskólabörnum og börnum á yngsta stigi grunnskólans forritun í gegnum ævintýri og leik án þess að nota skjá. Kubbi er stjórnað með stjórnborði þar sem börnin raða inn skipunum. Kubbur sjálfur og námsefnið sem honum fylgir er vandað, unnið úr viði og fallegum efnum. Auðvelt er að tengja leik með Kubb við málrækt, stærðfræði og fræðslu um heima og geima.
Texti frá Miðstöð skólaþróunar á Akureyri og fínar leiðbeiningar og verkefnahugmyndir
Nytsamlegar vefsíður fyrir byrjendur í forritun af Uglur.is- meðmæli frá fullorðnum byrjanda í forritun
Hér er leikfang markaðsett fyrir stelpur, forritað með kubbakóðun, en ég sá danska leikskólastráka leika sér að þeim á fullu https://www.smartgurlz.eu/